Samningur McTominays við United rennur út eftir ár en félagið getur þó framlengt samninginn um tólf mánuði.
Fulham sá sér því leik á borði og gerði tilboð í McTominay. Enskir fjölmiðlar greina frá því að tilboðið hafi verið undir þrjátíu milljónum punda.
Galatasaray í Tyrklandi hefur einnig áhuga á McTominay sem hefur leikið með United allan sinn feril.
Á síðasta tímabili skoraði Skotinn tíu mörk fyrir United í 43 leikjum í öllum keppnum.
McTominay lék alla leiki Skotlands á EM. Skoska liðið komst ekki upp úr sínum riðli.