Það er félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano sem greinir frá að Everton sé búið að samþykkja 50 milljón punda tilboð Aston Villa í Onana. Everton keypti Belgann frá Lille í Frakklandi fyrir tveimur árum og greiddi þá 30 milljónir punda fyrir.
Á síðustu tveimur tímabilum hefur Onana verið í stóru hlutverki á miðjunni hjá Everton og þá byrjaði hann alla leiki Belga á Evrópumótinu í Þýskalandi. Belgía féll úr leik í 16-liða úrslitum eftir 1-0 tap gegn Frökkum.
Samkvæmt Romano mun Onana skrifa undir fimm ára samning við Aston Villa sem leikur í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.
🚨🟣🔵 Amadou Onana to Aston Villa, here we go! Deal done for £50m fee and sell-on clause also included.
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 13, 2024
Formal proposal accepted, five year deal for Onana at Villa valid until June 2029.
Medical being booked then deal set to be signed next week. pic.twitter.com/EMrpkYw7KC