Furða sig á brotthvarfi aðstoðarþjálfarans: „Gjörsamlega galið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. júlí 2024 16:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, skilur ekkert í því af hverju aðstoðarþjálfarinn Olgeir Sigurgeirsson var látinn fara ef marka má orð Alberts Brynjars Ingasonar. Samsett Fylkir mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Val í Bestu-deild karla síðastliðinn laugardag. Í uppgjörsþættinum Stúkan myndaðist umræða um Olgeir Sigurgeirsson, fyrrverandi aðstoðarþjálfara liðsins. Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum. Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Fylkismenn sitja sem fastast á botni deildarinnar með aðeins átta stig eftir þrettán leiki og síðasti deildarsigur liðsins kom þann 18. júní síðastliðinn þegar Fylkir vann 3-2 heimasigur gegn nýliðum Vestra. Fyrir sléttri viku síðan, þann 2. júlí síðastliðinn, barst tilkynning frá Fylki þess efnis að félagið hafði gert samkomulag um starfslok við Olgeir Sigurgeirsson, aðstoðarþjálfar liðsins og þjálfara í afreksstarfi félagsins. Sérfræðingar Stúkunnar segja að starfslokin hafi komið flatt upp á bæði Olgeir og Rúnar Pál Sigmundsson, aðalþjálfara liðsins. „Ég held að það spili stórt hlutverk að þeir hafi látið Olgeir fara án þess að hann [Rúnar Páll] hafi samþykkt það. Ég veit að þeirra samstarf gekk vel,“ sagði Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, um slæmt gengi Fylkismanna. Klippa: Stúkan - Umræða um Olgeir hjá Fylki Segir engan skilja af hverju Olgeir var látinn fara Hann segir að það séu í raun fáir sem skilji eitthvað í því af hverju Olgeir var látinn fara. „Ég skil ekkert í þessu,“ bætti Albert við. „Olgeir veit sjálfur ekki af hverju hann var látinn fara, Rúnar veit ekki af hverju hann var látinn fara og ég held að þeir sjálfir [Fylkir] viti það ekki heldur.“ „Ég held að þetta snúi eitthvað að afreksstarfi sem er búið að vera í mótun í svona tíu ár. Það varðar Olgeir ekki neitt um. Eina sem ég veit er að leikmannahópurinn var sáttur með aðstoðarþjálfarann, þjálfarinn sjálfur - sem á eitt og sér að vera nóg - var sáttur með sinn aðstoðarþjálfara.“ „Rúnar hefur ekki fengið þann pening sem hann þarf til að styrkja þetta lið. Hann hefur ekki fengið það á þessum tveimur tímabilum í Bestu-deildinni. Að láta svo aðstoðarþjálfarann fara án þess að tala við hann er gjörsamlega galið. Ég held að það sé ekkert að ástæðulausu að Rúnar sé núna farinn að tala um að hann vanti leikmenn því núna fer hann loksins að berja í borðið,“ sagði Albert að lokum.
Besta deild karla Fylkir Stúkan Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira