Kristrún og félagar sækja atkvæði fyrir Verkamannaflokkinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júlí 2024 13:17 Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar ásamt sjálfboðaliðum fyrir framboð Yuan Yang í nágrenni Reading, rétt utan við London. Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar er einnig í hópnum, annar frá hægri á mynd. Aðsend Búist er við stórsigri Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi í dag en Íhaldsflokkurinn stendur ákaflega illa; ekki einu sinni forsætisráðherrann er öruggur um þingsæti. Formaður Samfylkingarinnar, sem er stödd úti í Bretlandi til að fylgjast með kosningum, segir greinilegt að Bretar vilji breytingar. Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“ Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands blés til þingkosninga með skömmum fyrirvara á dögunum. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun og verður svo lokað klukkan tíu í kvöld. Fastlega er búist við sigri Verkamannaflokksins með Keir Starmer í broddi fylkingar og jafnvel búist við stórsigri. Bjartsýnustu spár benda jafnvel til þess að flokkurinn gæti náð stærsta meirihluta á breska þinginu frá árinu 1832. Síðasta skoðannakönnun sem gerð var fyrir kjördag bendir til þess að sextán núverandi ráðherrar Íhaldsflokksins muni detta út af þingi. Þá er sjálfur forsætisráðherrann í hættu á því að komast ekki á þing. Nýr flokkur, hægriflokkurinn Reform, eða Umbótaflokkurinn er einnig að mælast vel á landsvísu. Mikil eftirvænting í loftinu Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar er stödd í London ásamt hópi íslenskra jafnaðarmanna. „Það er fyrst og fremst mikil eftirvænting í loftinu og fólk að vonast eftir breytingum. Við erum auðvitað að horfa upp á óvinsæla ríkisstjórn og mikil valdþreyta eftir fjórtán ár af forystu Íhaldsflokksins. En það er líka áþreifanlegt að fólk sér að það hafa orðið miklar breytingar á Verkamannaflokknum undir forystu Keirs Starmers,“ segir Kristrún. Fulltrúar Ungra jafnaðarmanna hafa einnig gert sér ferð til Bretlands og aðstoða þar yngri deild systurflokks síns, eins og Ryan Bogle hjá Ungliðahreyfingu Verkamannaflokksins greinir frá á X. Excellent to welcome @aufnorge from Norway and @ungjofn from Iceland to London this evening. 🇳🇴 🤝 🇮🇸 🤝 🇬🇧The world is looking to the UK tomorrow. With your help, we can deliver change! Get out, vote Labour, and help us make history. 🌹 pic.twitter.com/J4Uo5ZWwDP— Ryan Bogle (@RyanJBogle) July 3, 2024 Kristrún hefur ekki rekist á Starmer sjálfan, ekki enn þá að minnsta kosti, en hefur hitt aðra frambjóðendur á lykilsvæðum og rætt við fólk sem vinnur við stefnumótun Verkamannaflokksins. „Og við erum að fara í kvöld í kosningaveislu og vonandi vera þar sem Starmer verður í kvöld. En það er auðvitað mikið að gera hjá forystumanninum. Við erum líka búin að vera að hitta fólkið í landinu hérna, banka á dyr, hjálpa til við að sækja atkvæði heim og eiga samtalið við fólkið sem býr hérna. Og ekki bara í London heldur fólk líka í bæjum hérna á svæðinu.“
Kosningar í Bretlandi Bretland Samfylkingin Tengdar fréttir Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53 Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15 Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Bretar ganga að kjörborðinu Kjörstaðir hafa opnað í Bretlandi þar sem almenningur kýs í þingkosningum sem Rishi Sunak forsætisráðherra blés til með skömmum fyrirvara á dögunum. 4. júlí 2024 08:53
Fjórir handteknir við heimili Rishi Sunak Fjórir menn voru handteknir í Norður Jórvíkursýslu á Englandi í dag, nánar tiltekið á lóð Rishi Sunak forsætisráðherra Bretlands. Mennirnir eru grunaðir um að hafa farið á lóðina í leyfisleysi. 25. júní 2024 23:15
Lífvörður Sunaks veðjaði á hvenær yrði kosið Lögreglumaður sem gætir öryggis Rishis Sunak, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið handtekinn vegna gruns um veðmálasvindl. Honum er gefið að sök að hafa veðjað á það hvenær Bretar myndi ganga til kosninga. 19. júní 2024 20:08