Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands hafði haft málið til meðferðar í einhvern tíma og frummat eftirlitsins var sent til Arion banka 20. júní 2023. Með bréfi í lok ágúst sama árs lýsti Arion banki yfir vilja til að ljúka málinu með sátt.
Í tilkynningu á vef Seðlabankans kemur fram að brot Arion banka hafi verið mörg og varði marga grundvallarþætti í aðgerðum gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.
„Þá teljast brotin alvarleg og nokkur brot eru ítrekuð frá fyrri athugun fjármálaeftirlitsins á fylgni bankans við lögin sem fór fram árið 2020. Loks varða mörg brot viðskiptamenn og vörur sem teljast til mikillar áhættu með tilliti til peningaþvættis, s.s. reiðufjárviðskipti,“ segir í tilkynningunni.
Með undirritun sáttarinnar hefur bankinn gengist við því að hafa gerst brotlegur. Arion banka ber að skila úttekt á úrbótum bankans innan fjórtán vikna frá undirritun sáttarinnar.
Sáttina má lesa í heild sinni hér.