Arne Slot fær auðveldustu byrjunina í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júní 2024 09:31 Arne Slot hefur allt til alls til að byrja vel sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Andrew Powell Nýr knattspyrnustjóri Liverpool þarf ekki að kvarta mikið yfir erfiðri byrjun á stjóraferli sínum í ensku úrvalsdeildinni. Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira
Arne Slot er mættur til starf hjá Liverpool en hann tekur við liðinu af Þjóðverjanum Jürgen Klopp. Það voru margir klökkir þegar Klopp kvaddi í vor en það vakti líka athygli hvað þýski stjórinn talaði vel um Slot og hversu ákaft hann hvatti stuðningsmenn Liverpool til að taka vel á móti eftirmanni sínum. Nú hefur verið gefið leikjaplanið fyrir tímabilið og því ljóst hvað bíður hollenska stjóranum í fyrstu leikjunum. Opta tölfræðiþjónustan tók sig til og reiknaði það út hvaða félög fá erfiðustu og auðveldustu byrjunina í haust. Samkvæmt þeim útreikningum þá fær ekki lið í deildinni auðveldari byrjun en Liverpool þegar litið er á fyrstu fimm leikina á 2024-25 tímabilinu. Fyrsti leikur Liverpool undir stjórn Slot er á útivelli á móti nýliðum Ipswich en fyrsti heimaleikurinn er síðan í annarri umferð á móti Brentford. Síðan taka við útileikur á móti Manchester United, heimaleikur við Nottingham Forest og loks heimaleikur á móti Bournemouth. Leikurinn á móti Manchester United er talinn vera sá langerfiðasti. Newcastle fær næstauðveldustu byrjunina en svo koma lið Southampton, Fulham og Everton. Brentfrod fær hins vegar erfiðustu byrjunina. Fyrsti leikur er á heimavelli á móti Crystal Palace, svo er útileikur á móti Liverpool, heimaleikur á móti Southampton, útileikur á móti Manchester City og loks útileikur á móti Tottenham í fimmtu umferð. Næsterfiðasta byrjunin er hjá West Ham en nýliðar Ipswich Town eru í þriðja sæti. Ipswich byrjar á því að mæta Liverpool (heima) og Manchester City (úti) í fyrstu tveimur leikjunum sínum. Arsenal er síðan í fjórða sæti yfir erfiðustu byrjunina á komandi tímabili eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Sjá meira