Ráðist verður strax í bráðabirgðabætur meðan frí er frá æfingum félagsins í sumar. Félagið fer í æfingaferð til Bandaríkjanna áður en snúið verður aftur til æfinga á Carrington svæðið í byrjun ágúst.
Framkvæmdir munu standa yfir allt tímabilið 2024-25 en tryggt verður að liðið geti æft úti á velli allan þann tíma þó ekki verði aðgengi alls staðar.
ℹ️ We will begin work to modernise the men’s first-team building at Carrington next week.
— Manchester United (@ManUtd) June 14, 2024
The £50m project will see all areas of the building refurbished to deliver a world-class facility, creating a high-performance environment for players and staff.#MUFC
Arkitektastofan Foster+Partners mun sjá um hönnun á nýja æfingasvæðinu.Stofan sá einnig um endurbætur á Wembley og hannaði Lusail leikvanginn í Katar þar sem úrslitaleikur HM fór fram árið 2022.
Síðasta sumar var æfingasvæði kvennaliðsins gert upp fyrir 10 milljónir punda og því um alls 60 milljóna punda heildarfjárfestingu að ræða.
„Við viljum skapa heimsklassa aðstöðu fyrir liðin okkar. Þegar við rannsökuðum Carrington svæðið og ræddum við leikmenn var fljótt ljóst að það uppfyllti ekki okkar kröfur og það þyrfti að ráðast í framkvæmdir. Þessar endurbætur munu tryggja að æfingasvæði Manchester United verði í fremsta flokki,“ sagði Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi og stjórnarmaður Manchester United.