„Stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. maí 2024 08:01 Óskar Bjarni Óskarsson er enn að ná sér niður eftir sigurinn sem var sérlega sætur. Vísir/Diego Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, kveðst enn vera að ná sér niður eftir sögulegan árangur liðsins sem náðist með sigri á Olympiakos í Evrópuúrslitum um helgina. Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Það gekk á ýmsu í aðdraganda leiksins þar sem leikurinn var færður til á milli keppnishalla og þurftu Valsmenn að færa sig um hótel, til að mynda. Leikurinn var þá seint um kvöld að staðartíma og biðin óbærileg. „Biðin er oft erfið en þetta var svakaleg bið. Þetta hefur ekki verið svona síðan ég beið var fimm ár að bíða eftir jólunum í Stallaseli í gamla daga,“ segir Óskar Bjarni léttur. Valur mætti með fjögurra marka forystu í leikinn eftir þann fyrri á Hlíðarenda en það gekk allt á afturfótunum framan af leik. „Ef við náðum skoti á markið, varði hann allt. Við ætluðum að hlaupa en hlupum ekkert á meðan þeir skoruðu úr hraðaupphlaupum. Vörnin náði sér ekki á strik og þar af leiðandi náði Björgvin ekki að verja,“ segir Óskar Bjarni. Skrifað í skýin En sigurinn vannst við þessar erfiðu aðstæður og tilfinningarnar miklar í leikslok. „Það var mikill hiti í húsinu og heyrðist lítið. Það voru 7.500 manns þarna og flestir á þeirra bandi. En ég hugsaði ef við náum í vítakeppni, hlýtur það að vera skrifað í skýin að við náum klára þetta. Það var stórkostlegt úr því hvernig leikurinn var, að fá þetta í vítkappeni við þessar krefjandi aðstæður. Það var eiginlega frábært,“ segir Óskar Bjarni. Valssamfélagið kom saman Um var að ræða fjórtánda leik Vals í keppninni í vetur og sigurinn ekki síður stór fyrir alla þá sjálfboðaliða sem hafa komið að þessu stóra verkefni. „Afrekið er auðvitað alveg stórkostlegt fyrir íslenskt íþróttalíf og handboltann. Og fyrir strákana og okkur inni á vellinum. En svo er þetta mikill sigur fyrir fólkið sem er að vinna í kringum þetta. Að þau hafi verið, 80 manna hópur með okkur, að fanga með þeim eftir leik fannst mér alveg magnað,“ „Að fá að vera með öllum þeim sem eru að draga út stúkuna, hjálpa okkur að safna fé og gera allt klárt. Þetta er eitt samfélag og þetta er svona í öllum íþróttafélögunum,“ segir Óskar Bjarni. En er Óskar Bjarni ekkert búinn á því eftir þetta allt saman? „Það er smá þreyta í dag, ég viðurkenni það. En nei, nei. Þetta er svo gaman. Eins og amma mín sagði: Maður er aldrei þreyttur þegar maður er glaður,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira