Fyrirliðar Vals enda ferilinn á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 12:31 Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson lyftu Evrópubikarnum á loft eftir ótrúlegan vítakeppnissigur í gærkvöldi. facebook / valur handbolti Fyrirliðar Vals, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í gær og hafa báðir ákveðið að enda ferilinn á hápunkti. Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti „Hann sem klárar dæmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sjá meira
Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum Handbolti „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti „Hann sem klárar dæmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sjá meira