Hátt verð fæli ferðamanninn frá Íslandi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. maí 2024 16:39 Ferðamenn á Suðurlandsbraut velta fyrir sér hvert skuli halda. Vísir/vilhelm Blikur eru á lofti þegar kemur að bókunum ferðamanna á hótelgistingu hér á landi í sumar. Færri bókanir voru í apríl heldur en verið hefur. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir Ísland dýrt og það sé farið að hafa áhrif. Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“ Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Undirbúningur stendur nú sem hæst hjá ferðaþjónustunni fyrir sumarið. Kristófer Oliversson formaður félags fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu segir fyrir minna hafa verið bókað undanfarið hjá hótelum og gististöðum en áður. „Það eru kannski örlitlar blikur á lofti hjá hótelum og gististöðum en við teljum að rætist úr því. Það er mikið framboð af flugi og það er að rætast úr maí á suðvesturhorninu og Suðurlandinu. Apríl var óneitanlega heldur dræmari en hefur verið og kannski er sumarið að fara eitthvað rólegra af stað,“ segir Kristófer. Fólkið komi með flugi og þar vanti ekki framboðið. Kristófer er ekki með nákvæmar tölur um bókanir. „Það eru engar risasveiflur. Ísland er orðið mjög dýrt, við getum ekki horft fram hjá því. Við erum í samkeppni við önnur lönd sem hefur ekki hækkað eins mikið hjá. Eins og hótelin, þetta er mjög fjármagnsþung grein. Við finnum vel fyrir ástandinu. Þetta eru gríðarlega dýrar fasteignir og fjármagnsþungar svo vextirnir hafa gríðarleg áhrif á okkar afkomu,“ segir Kristófer. „Það sem skiptir okkur mestu máli er ástandið í viðskiptalöndunum. Er fólk að ferðast? Þegar það fer að taka ákvörðun, hvernig er ástandið hér á Íslandi. Eru há verð eða lág verð? Fyrir fjölda gesta skiptir engu máli fyrir fólk í Mið-Evrópu hvort það fer til Noregs, Finnlands eða Íslands. Það fer á norðurslóðir. Þetta er alltaf okkar barátta að halda okkar sérstöðu og vera eftirsóknarverð.“ Þá segir hann jarðhræringarnar á Reykjanesi hafa haft töluverð áhrif á ferðaþjónustuna. „Lokun Bláa lónsins og opnun sitt á hvað í ljósi þessara jarðhræringa hefur haft veruleg áhrif nú í vetur. Við fundum fyrir því strax 11. nóvember að það stöðvuðust allar bókanir og hægðist á öllu saman. Við vorum að vona að það væri að róast yfir því en við sjáum hvar næsta eldgos kemur upp.“
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Hótel á Íslandi Efnahagsmál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira