Klopp: Ulla konan mín mun segja mér hvað við erum að fara að gera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 12:32 Það voru öll augu á Jürgen Klopp í lokaleiknum hans sem knattspyrnustjóri Liverpool á Anfield í gær. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp kvaddi Liverpool í gær og fullvissaði alla um það að hann væri með engin plön um endurkomu í þjálfun. Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira