Klopp: Ulla konan mín mun segja mér hvað við erum að fara að gera Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. maí 2024 12:32 Það voru öll augu á Jürgen Klopp í lokaleiknum hans sem knattspyrnustjóri Liverpool á Anfield í gær. Getty/Nick Taylor Jürgen Klopp kvaddi Liverpool í gær og fullvissaði alla um það að hann væri með engin plön um endurkomu í þjálfun. Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira
Síðasti leikur Liverpool undir stjórn Þjóðverjans var 2-0 sigur á Wolves. Klopp hélt kveðjuræðu eftir leikinn fyrir framan stuðningsfólk félagsins sem troðfyllti Anfield á þessum stóru tímamótum. Klopp and Ulla ❤️ Thank you for keeping him here one more year, Ulla. pic.twitter.com/e1PXKtgmX5— Anfield Edition (@AnfieldEdition) May 19, 2024 Þar talaði Klopp meðal annars um bjarta framtíð Liverpool liðsins og fékk allan leikvanginn til að syngja með sér söng um nýja knattspyrnustjórann Arne Slot. „Nú tekur bara við einkalíf hjá okkur og ég planaði ekki neitt af því að ég var að klára vinnu mína hér,“ sagði Klopp á blaðamannafundi. „Líklegast mun Ulla [Sandrock, eiginkona hans] segja mér hvert við erum að fara en ég mun glaður fylgja henni þangað,“ sagði Klopp sem tók meðal annars mynd af blaðamönnunum á síðasta fundi sínum. Það var létt yfir þýska stjóranum. 📸 What the media see ➡️ What Jurgen sees! pic.twitter.com/WvSb9dLoJw— This Is Anfield (@thisisanfield) May 19, 2024 „Ég veit ekki af hverju það trúir því enginn að ég verði líklegast ekki knattspyrnustjóri aftur en skil það samt því þetta er eins og eiturlyf. Allir vilja alltaf koma til baka og allir vilja vinna þar til þeir eru orðnir sjötíu og eitthvað,“ sagði Klopp. „Annað fólk getur gert þetta öðruvísi en ég. Ég þarf að vera í þessum af fullum krafti. Það verður að vera neisti og það verður að vera orka. Eins og er þá er tankurinn minn tómur,“ sagði Klopp. „Það eru augljóslega störf í boði þarna út. Það verða því vissulega tækifæri en ég sit ekki hér og hugsa: Kannski býðst eitthvað eftir eitt ár og ég stekk á það,“ sagði Klopp. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=jUMdhlAkzlc">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Íslenski boltinn Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Fótbolti Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Sjá meira