Guardiola: Arsenal verður meistari ef við vinnum ekki Tottenham Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2024 13:31 Eins og oft áður undir stjórn Pep Guardiola þá er Manchester City að enda tímabilið á miklu skriði. Getty/Gaspafotos Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, lítur á leikinn á móti Tottenham í kvöld sem algjöran úrslitaleik fyrir sitt lið og það eru örugglega margir sammála honum. City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024 Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
City menn geta enn á ný skrifað söguna með því að vinna Englandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð en því hefur engu liði tekist að gera áður í sögu deildarinnar. Leikurinn í kvöld er leikur sem Manchester City á inni á Arsenal. Arsenal er með eins stigs forskot á City en vinni lærisveinar Guaridola leikinn á móti Tottenham þá nægir þeim að vinna West Ham á heimavelli um næstu helgi til þess að tryggja sér titilinn. Geri City jafntefli í kvöld þá verða toppliðin jöfn að stigum fyrir lokaumferðina en Arsenal er með þrjú mörk í forskot í markatölu. Arsenal spilar á heimavelli á móti Everton í lokaumferðinni á sunnudaginn. „Í upphafi tímabilsins þá var ég ekki að hugsa um það að vinna fjórða titilinn í röð. Um leið og við erum komnir inn í febrúar, mars, apríl og erum enn í titilbaráttunni þá fara menn að hugsa um það að engum hafi tekist þetta áður. Það sýnir hversu erfitt það er,“ sagði Pep Guardiola. „Liverpool liðið á níunda áratugnum, United liðið undir stjórn Sir Alex Ferguson, Chelsea með [Roman] Abramovich og Jose [Mourinho] sem og Arsenal liðið undir stjórn [Arsene] Wenger. Engu þeirra tókst þetta. Sú staðreynd að þetta hefur engum tekist sýnir hversu erfitt þetta er,“ sagði Guardiola. Pep Guardiola ahead of Tuesday's fixture at the Tottenham Hotspur Stadium 😬 pic.twitter.com/lqIzH6KiRP— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 13, 2024 Tottenham hefur unnið síðustu fjóra heimaleiki sína á móti City í ensku úrvalsdeildinni og það án þess að fá á sig mark. Tottenham vantar líka stig til að tryggja sér Evrópusæti á næstu leiktíð. Það hefur þó verið orðrómur um að að stuðningsmenn Tottenham vilji frekar tapa fyrir City en að vinna leikinn og hjálpa erkifjendunum í Arsenal að verða meistarar. „Ég skal gefa ykkur ráð. Ekki spyrja Ange [Postecoglou] eða leikmenn Tottenham út í þetta. Ekki spyrja þá því þeir munu móðgast. Hann mun móðgast. Ég hef aldrei séð fyrir mig leikmenn eða stjóra sem undirbúa sig ekki fyrir leik til að vinna hann. Kannski eiga þeir möguleika á að komast í Meistaradeildina,“ sagði Guardiola. Guardiola segir stöðuna vera klippta og skorna fyrir sitt lið. „Staðan er augljóst. Það eina í boði fyrir okkur er að vinna leikinn. Ef við vinnum ekki Tottenham þá verður Arsenal meistari,“ sagði Guardiola. 🔵 Pep Guardiola: “It's obvious. We have one option; win the game”.“If we don’t beat Tottenham, we are not gonna win the Premier League”. pic.twitter.com/b0Zj6olUov— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 13, 2024
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira