Arteta hælir Ten Hag og vonast til að hann haldi áfram Sindri Sverrisson skrifar 12. maí 2024 11:01 Mikel Arteta og Erik ten Hag hafa verið í afar ólíkum málum í ensku úrvalsdeildinni í vetur en eiga báðir möguleika á að ljúka leiktíðinni með titli. Getty/David Price Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, þarf að skáka Erik ten Hag í dag til að halda í við Manchester City í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn. Ten Hag berst hins vegar fyrir lífi sínu sem stjóri Manchester United. United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik. Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
United og Arsenal mætast á Old Trafford í dag og er Arsenal talið mun sigurstranglegra, þrátt fyrir að hafa aðeins unnið einn af síðustu sextán deildarleikjum sínum á þessum velli. Ten Hag veitir ekki af sigri í baráttu sinni um að halda starfinu, eftir hroðalegt tap gegn Crystal Palace í síðasta leik sem olli því að United er í 8. sæti. Arteta gerði hins vegar ekki annað en að hrósa kollega sínum á blaðamannafundi, þegar hann var spurður út í stöðu hans: „Ég get bara talað um hann sem þjálfara. Hann er framúrskarandi þjálfari. Ég dáist að liðunum hans, bæði Ajax og United,“ sagði Arteta. 🚨🚨🎙️| Mikel Arteta on Erik ten Hag: “I can only talk about what I think about him as a coach. He's an excellent coach. I admire his teams, both Ajax and #mufc.” pic.twitter.com/4QvLMQPzbt— centredevils. (@centredevils) May 11, 2024 „Vonandi fær hann lengri tíma því við erum kollegar og við vitum hvað þessi deild er erfið, og hve lítið má út af bregða. Vonandi verður það þannig því hann er frábær þjálfari,“ sagði Arteta og kvaðst bera gríðarlega virðingu fyrir Ten Hag, og skilja hverju hann væri að reyna að ná fram hjá United. Ten Hag var spurður hvort að hann sæi eftir því að hafa tekið við United, nú þegar ítrekað heyrist orðrómur um að hann verði látinn fara eftir tímabilið. „Ég sé ekki eftir því í eitt augnablik. Þetta er risastór klúbbur. Maður þekkir ekki áskoranirnar fyrr en maður stendur frammi fyrir þeim. En ég vildi þessa áskorun,“ sagði Ten Hag sem stýrði United til sigurs í enska deildabikarnum í fyrra, á sinni fyrstu leiktíð, eftir sex ára bið félagsins eftir titli. Annar titill gæti mögulega komið 25. maí þegar liðið mætir Manchester City í bikarúrslitaleik.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30 Mest lesið Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Sjá meira
Ten Hag segir að eigendur United séu skynsamir og muni ekki reka hann Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að eigendur félagsins muni ekki reka hann þar sem þeir búi yfir heilbrigðri skynsemi. 10. maí 2024 23:30