Bleyjur og klósettpappír áhorfenda kostuðu ÍBV Sindri Sverrisson skrifar 8. maí 2024 11:31 Stuðningsmenn ÍBV voru að vanda öflugir í úrslitakeppninni en einhverjir þeirra fóru yfir strikið að mati aganefndar HSÍ. Myndin tengist greininni óbeint. vísir/Hulda Margrét Hegðun stuðningsmanna ÍBV í Kaplakrika á dögunum hefur nú leitt til þess að handknattleiksdeild félagsins hefur verið sektuð af aganefnd HSÍ. Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Hluti stuðningsmanna ÍBV tók sig til og kastaði bæði bleyjum og klósettpappír inn á völlinn í Kaplakrika, í þriðja leik einvígis FH og ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla. Leik sem Íslandsmeistararnir unnu, eftir tvö töp í fyrstu leikjunum við FH. Þetta gerðu stuðningsmennirnir í fyrstu sókn FH, eftir að ÍBV hafði byrjað leikinn í sókn, og þurfti að stöðva leikinn til að sópa pappír og bleyjum af velinum. Málið fór inn á borð aganefndar HSÍ sem nú hefur sektað ÍBV um 25.000 krónur. Í niðurstöðu aganefndar segir: „Í 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál kemur fram að „ef áhorfendur, þar með taldir forystumenn félaga, gerast sekir um vítaverða eða hættulega framkomu gagnvart leikmönnum, dómurum eða starfsmönnum leiks, er aganefnd heimilt að sekta viðkomandi félag þar sem leikurinn fer fram sem og gestaliðið í sérstökum tilvikum.“ Aganefnd telur ljóst að umrætt atvik uppfylli öll skilyrði 1. mgr. 17. gr. reglugerðar HSÍ um agamál.“ „Engin vanvirðing og enginn meiddi sig“ Þetta var ekki í fyrsta sinn sem að stuðningsmenn ÍBV kasta klósettpappír inn á völlinn í upphafi leiks, því það gerðu þeir að minnsta kosti einnig á Ásvöllum í leik við Hauka í 8-liða úrslitum. Í þeim leik áttu Haukar fyrstu sóknina, og var leikurinn því alveg nýhafinn þegar klósettpappírnum var kastað. Stuðningsmenn ÍBV eiga í góðu sambandi við leikmenn og hafa ósjaldan fagnað með þeim síðustu ár, enda liðið ríkjandi Íslandsmeistari.vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum var ekki refsað fyrir þetta og eftir leikinn við Hauka sagði þjálfari ÍBV, Magnús Stefánsson, að hafa mætti gaman af uppátækinu: „Þetta var engin vanvirðing og það var enginn sem meiddi sig og enginn sem var særður eftir þetta. Eftir á getum við hlegið að þessu og gerir þetta ekki gott sjónvarp ennþá betra? Haukar skutu líka einhverju inn á í seinni hálfleik og það þurfti að sópa og þetta er alveg fyndið. Það má hafa gaman af þessu á meðan það er ekki verið að kasta hlutum í fólk,“ sagði Magnús, ánægður með þann frábæra stuðning sem Eyjamenn fengu almennt í úrslitakeppninni. „Að fólk skuli mæta eldsnemma í Herjólf til þess að fara á einn handboltaleik er ótrúlegt og þvílíkt styrkleikamerki fyrir okkur og þetta sýnir hvað við eigum gott fólk sem er tilbúið að leggja þetta á sig og menn finna fyrir ábyrgð og verða að vera með góða sýningu. Þetta eru áhorfendurnir okkar og við erum bara leikararnir. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og hafa gaman,“ sagði Magnús eftir leikinn við Hauka. Eyjamenn slógu út Hauka og áttu í hörkueinvígi við FH en töpuðu að lokum í oddaleik og eru því farnir í sumarfrí. FH spilar hins vegar til úrslita við sigurliðið úr einvígi Aftureldingar og Vals.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Handbolti Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Handbolti Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Enski boltinn „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Körfubolti „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Fleiri fréttir Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti