„Veit ekki hvað Elmar þarf að gera til að komast í landsliðið“ Hjörvar Ólafsson skrifar 5. maí 2024 23:02 Magnús Stefánsson á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Pawel Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, fór um víðan völl þegar hann gerði upp tap liðsins gegn FH í oddaleik liðanna í Olís-deild karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. Magnús gagnrýndi það að Elmar Erlingssyni hlyti ekki náð fyrir landsliðsþjálfaranna og beindi spjótum sínum að fjölmiðlum liðsins. „Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis. Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Við náðum aldrei að tengja saman vörn, markvörslu og hraðaupphlaupum og mér fannst munurinn frekar liggja í því að okkur tókst ekki að sýna okkar rétta andlit frekar en að þeir væru að mæta með einhverjar töfralausnir,“ sagði Magnús svekktur að leik loknum. „Þrátt fyrir þetta tap geng ég stoltur og hreykinn af leikmönnum frá þessu einvígi. Við sýndum karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir. Það eru ungir leikmenn að axla mikla ábyrgð og margt jákvætt sem við getum tekið úr tímabilinu þegar við erum búnir að melta vonbrigðin,“ sagði hann enn fremur. „Það hefur til að mynda verið frábært að fylgjast með Elmari vaxa og dafna í allan vetur og standa sig jafn vel og raun ber vitni þegar mest á reynir á stærsta sviðinu hér heima. Elmar skoraði 15 mörk í þriðja leiknum um daginn og ég veit ekki hvort að það hefði þurfti 16 eða 17 mörk til þess að hljóta náð fyrir augum landsliðsþjálfaranna,“ sagði þjálfarinn sem skaut þar pillu á kollega sína. Fer ekki saman hjóð og mynd „Ég er einnig hugsi yfir öðru. Það er að fjölmiðlar landsins hafi ekki séð sér fært að mæta með blaðamenn í fjórða leikinn í Eyjum sem spilaður var á frídegi. Þá var ekki stór útsending frá leiknum og engin stúdíóumræða. Þegar 24.000 heimili eru að horfa á leikinn í sjónvarpi og rætt er um það að það vantaði pening á skrifstofu HSÍ. Þá er einkennilegt að ekki sé gripinn sá möguleiki að skapa auglýsingatekjur af jafn vinsælum leik. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd,“ sagði hann ósáttur. Aðspurður um framhaldið segir Magnús framtíðina bjarta í handboltanum í Eyjum: „Við erum að kveðja tvo unga stráka sem halda á vit ævintýranna. Þetta er það sem við viljum standa fyrir að ala upp okkar eigin stráka, leyfa þeim að spila á stærsta sviðinu hér heima og skila þeim svo í atvinnumennsku. Nú fá yngri leikmenn úr okkar starfi enn stærra hlutverk og undir handleiðslu Kára Kristjáns, Dags og Ísaks munu þeir halda áfram að bæta undir handleiðslu þeirra frábæru þjálfara og í þeirri flottu umgjörð sem er í félaginu,“ sagði Magnús en ÍBV missir Elmar Erlingsson og Arnór Viðarsson úr herbúðum sínum í sumar. Þeir eru á leið í atvinnumennsku erlendis.
Olís-deild karla ÍBV Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira