Yousaf segir af sér sem ráðherra og formaður Skoska þjóðarflokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. apríl 2024 13:08 Yousaf sagði af sér í morgun í kjölfar ákvörðunar hans um að slíta samstarfinu við Græningja. Banabiti samstarfsins voru markmið Skotlands í loftslagsmálum. AP/Andrew Milligan Humza Yousaf, fyrsti ráðherra Skotlands, hefur ákveðið að segja af sér. Yousaf átti yfir höfði sér vantraustsyfirlýsingu vegna ákvörðunar hans um að rjúfa samstarf Skoska þjóðarflokksins og Græningja. Ákvörðun Yousaf leiddi til minnihlutastjórnar Skoska þjóðaflokksins en ráðherrann sagðist í ávarpi í morgun hafa vonast til þess að geta átt í áframhaldandi samstarfi við Græningja, þótt það yrði óformlegt. Hann hefði augljóslega vanmetið þau sárindi sem ákvörðun hans hefði valdið Græningjum. Yousef sagði að leiðir hefðu verið opnar til að verjast vantrausti en að hann vildi ekki fórna hugsjónum sínum og gildum til þess eins að halda völdum. Þannig hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri öllum til heilla að annar tæki við forystunni og freistaði þess að græða sár. Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og núverandi leiðtogi Alba, sagði á föstudag að þingmaður flokksins myndi verja Yousef vantrausti ef hann samþykkti að vinna að því með Alba að koma sem flestum sjálfstæðissinnum inn á þing. Tillögunni var svarað af Stewart McDonald, þingmanni Skoska þjóðaflokksins fyrir Glasgow, sem sagði bandalag við Alba myndu vekja hroll meðal kjósenda og í höfuðborgum Evrópu. Benti hann á að Salmond hefði verið þáttastjórnandi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT. Græningjar segjast reiðubúnir til að vinna með nýjum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins að framsæknum stefnumálum þeirra. Einn hefur stigið fram; John Swinney, sem var leiðtogi flokksins á árunum 2000 til 2004. Skotland Loftslagsmál Bretland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Ákvörðun Yousaf leiddi til minnihlutastjórnar Skoska þjóðaflokksins en ráðherrann sagðist í ávarpi í morgun hafa vonast til þess að geta átt í áframhaldandi samstarfi við Græningja, þótt það yrði óformlegt. Hann hefði augljóslega vanmetið þau sárindi sem ákvörðun hans hefði valdið Græningjum. Yousef sagði að leiðir hefðu verið opnar til að verjast vantrausti en að hann vildi ekki fórna hugsjónum sínum og gildum til þess eins að halda völdum. Þannig hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að það væri öllum til heilla að annar tæki við forystunni og freistaði þess að græða sár. Alex Salmond, fyrrverandi leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og núverandi leiðtogi Alba, sagði á föstudag að þingmaður flokksins myndi verja Yousef vantrausti ef hann samþykkti að vinna að því með Alba að koma sem flestum sjálfstæðissinnum inn á þing. Tillögunni var svarað af Stewart McDonald, þingmanni Skoska þjóðaflokksins fyrir Glasgow, sem sagði bandalag við Alba myndu vekja hroll meðal kjósenda og í höfuðborgum Evrópu. Benti hann á að Salmond hefði verið þáttastjórnandi rússnesku sjónvarpsstöðvarinnar RT. Græningjar segjast reiðubúnir til að vinna með nýjum leiðtoga Skoska þjóðarflokksins að framsæknum stefnumálum þeirra. Einn hefur stigið fram; John Swinney, sem var leiðtogi flokksins á árunum 2000 til 2004.
Skotland Loftslagsmál Bretland Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira