Leicester í úrvalsdeildina eftir rassskellingu Leeds Valur Páll Eiríksson skrifar 26. apríl 2024 22:34 Leedsarar skitu í heyið í kvöld. Getty Lið Leeds United missteig sig hrapallega í baráttunni um sæti í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur er liðið tapaði 4-0 fyrir QPR í Lundúnum í kvöld. Úrslitin þýða að Leicester City fer aftur upp í fyrstu tilraun. Leeds og Leicester hafa bæði verið í toppbaráttunni á leiktíðinni en baráttan hefur verið jöfn og spennandi síðustu vikur um tvö efstu sæti Championship-deildarinnar sem veita keppnisrétt í úrvalsdeildinni að ári. Southampton og Ipswich hafa einnig háð þá baráttu en fyrrnefnda liðið skráði sig út úr henni með 5-0 tapi fyrir Leicester á dögunum. Leeds vann á sama tíma baráttusigur, 4-3 á Middlesbrough, en fylgdi honum sannarlega ekki eftir í kvöld. 4-0 rassskelling af hendi Queens Park Rangers á Loftus Road þýðir að Leeds mun að líkindum fylgja Southampton í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í undanúrslit áður en úrslitaleikur á Wembley sker úr um hvaða lið fylgir tveimur efstu liðunum upp. WE ARE PREMIER LEAGUE! pic.twitter.com/fDTFEzTuOE— Leicester City (@LCFC) April 26, 2024 Leikmenn Leicester voru saman komnir að horfa á leik kvöldsins og líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi fögnuðu þeir vel saman að honum loknum. Úrslit kvöldsins þýða jafnframt að Leicester er öruggt með eitt tveggja efstu sætanna og því komið upp í ensku úrvalsdeildina á ný eftir að hafa fallið síðasta vor. Líklegt þykir að Ipswich Town, sem eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komið upp úr C-deildinni síðasta vor, fari beint upp með Leicester. Leicester er með 94 stig á toppnum og á tvo leiki eftir, Leeds er með 90 stig þar fyrir neðan en á aðeins einn leik eftir óspilaðan. Ipswich á aftur á móti tvo leiki inni á Leeds, hefur aðeins leikið 43, og getur því mest fengið níu stig. Liðið er með 89 stig, aðeins einu frá Leeds. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Leeds og Leicester hafa bæði verið í toppbaráttunni á leiktíðinni en baráttan hefur verið jöfn og spennandi síðustu vikur um tvö efstu sæti Championship-deildarinnar sem veita keppnisrétt í úrvalsdeildinni að ári. Southampton og Ipswich hafa einnig háð þá baráttu en fyrrnefnda liðið skráði sig út úr henni með 5-0 tapi fyrir Leicester á dögunum. Leeds vann á sama tíma baráttusigur, 4-3 á Middlesbrough, en fylgdi honum sannarlega ekki eftir í kvöld. 4-0 rassskelling af hendi Queens Park Rangers á Loftus Road þýðir að Leeds mun að líkindum fylgja Southampton í umspil um sæti í úrvalsdeildinni. Liðin sem hafna í 3.-6. sæti fara í undanúrslit áður en úrslitaleikur á Wembley sker úr um hvaða lið fylgir tveimur efstu liðunum upp. WE ARE PREMIER LEAGUE! pic.twitter.com/fDTFEzTuOE— Leicester City (@LCFC) April 26, 2024 Leikmenn Leicester voru saman komnir að horfa á leik kvöldsins og líkt og sést á meðfylgjandi myndbandi fögnuðu þeir vel saman að honum loknum. Úrslit kvöldsins þýða jafnframt að Leicester er öruggt með eitt tveggja efstu sætanna og því komið upp í ensku úrvalsdeildina á ný eftir að hafa fallið síðasta vor. Líklegt þykir að Ipswich Town, sem eru nýliðar í deildinni eftir að hafa komið upp úr C-deildinni síðasta vor, fari beint upp með Leicester. Leicester er með 94 stig á toppnum og á tvo leiki eftir, Leeds er með 90 stig þar fyrir neðan en á aðeins einn leik eftir óspilaðan. Ipswich á aftur á móti tvo leiki inni á Leeds, hefur aðeins leikið 43, og getur því mest fengið níu stig. Liðið er með 89 stig, aðeins einu frá Leeds.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti