Skorar tíðast allra en missir enn af leikjum Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 16:00 Diogo Jota skoraði gegn Fulham um helgina og hefur þar með skorað tíu deildarmörk í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Getty/Zac Goodwin Portúgalinn Diogo Jota missir af næstu þremur leikjum Liverpool hið minnsta vegna meiðsla í mjöðm. Hann hefur þegar misst af drjúgum hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þó skorað tíu mörk. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí. Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí.
Enski boltinn Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Sjá meira