Skorar tíðast allra en missir enn af leikjum Liverpool Sindri Sverrisson skrifar 23. apríl 2024 16:00 Diogo Jota skoraði gegn Fulham um helgina og hefur þar með skorað tíu deildarmörk í vetur þrátt fyrir að missa talsvert úr vegna meiðsla. Getty/Zac Goodwin Portúgalinn Diogo Jota missir af næstu þremur leikjum Liverpool hið minnsta vegna meiðsla í mjöðm. Hann hefur þegar misst af drjúgum hluta tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta en þó skorað tíu mörk. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí. Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, greindi frá meiðslum Jota í dag en Portúgalinn meiddist eftir að hafa skorað í 3-1 sigrinum gegn Fulham á sunnudaginn. „Diogo skoraði markið, fann eitthvað smá og núna er komið í ljós að þetta er eitthvað meira, svo hann verður frá keppni í tvær vikur,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa truflað Jota á tímabilinu en hann hefur spilað 21 deildarleik, þar af 14 í byrjunarliði, en náð að skora tíu mörk á 1.150 mínútum. Markatíðni hans er því meiri en hjá nokkrum öðrum leikmanni í ensku úrvalsdeildinni í vetur, ef víti eru ekki talin með. Most non-penalty goals per 90 in the Premier League this season (minimum 500 minutes played):◉ Diogo Jota (0.78)◎ Chris Wood (0.74)◎ Elijah Adebayo (0.7) ◎ Erling Haaland (0.66)◎ Alexander Isak (0.66)◎ Richarlison (0.66)A big miss for Liverpool. 😔 pic.twitter.com/rEZrOLAjua— Squawka (@Squawka) April 23, 2024 Jota skorar að meðaltali 0,78 mörk í leik en næstur er Chris Wood hjá Nottingham Forest með 0,74 mörk. Annar af markahæstu mönnum deildarinnar í vetur, Erling Haaland, er með 0,66 mörk að meðaltali í leik ef vítin eru ekki talin með, og Cole Palmer með 0,48 mörk en 9 af 20 mörkum hans hafa komið af vítapunktinum. Liverpool er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn og aðeins markatala veldur því að liðið er ekki á toppnum í stað Arsenal. Liðin eru stigi á undan Manchester City sem á leik til góða. Jota kemur til með að missa af leiknum við Everton annað kvöld, við West Ham á laugardaginn og gegn Tottenham 5. maí, en gæti mögulega náð leiknum við Aston Villa 13. maí. Lokaleikur Liverpool á tímabilinu er svo við Wolves 19. maí.
Enski boltinn Mest lesið „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ Handbolti Hefur Amorim bætt Man United? Enski boltinn „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Íslenski boltinn „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Körfubolti Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool-banarnir í Plymouth mæta til Manchester Sport Glæsimark Jóhanns tryggði sigurinn gegn Ronaldo og félögum Fótbolti „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ Körfubolti „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ Körfubolti Asensio skaut Villa áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Sjá meira