Skilur af hverju fólk hættir að horfa á leiðinlega Formúlu 1 Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2024 09:01 Lando Norris, Max Verstappen og Sergio Pérez á verðlaunapalli eftir kínverska kappaksturinn. getty/Peter Fox Lando Norris segist skilja ef fólk hættir að horfa á Formúlu 1 vegna yfirburða Max Verstappen. Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris. Akstursíþróttir Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Hollendingurinn vann kínverska kappaksturinn um helgina og hefur unnið fjórar af fyrstu fimm keppnum tímabilsins. Fátt virðist því geta komið í veg fyrir að Verstappen verði heimsmeistari fjórða árið í röð. Norris, sem ekur fyrir McLaren, segir að gríðarlegir yfirburðir Verstappens séu fráhrindandi fyrir aðdáendur Formúlu 1. „Auðvitað. Þú getur ekki sagt annað,“ sagði Norris sem varð í 2. sæti í kínverska kappakstrinum. „Ef þú sérð sama manninn vinna í hvert einasta sinn án vandræða verður þetta að sjálfsögðu leiðinlegt. Þetta er pirrandi fyrir fólk sem horfir á en svona er sportið. Þetta hefur alltaf verið svona. Við erum að sjá meiri yfirburði en áður svo það verður ekki það besta til að horfa á. Einu spennandi keppnirnar eru þær sem Max er ekki í.“ Norris segist ekki vera með svar við því hvernig hægt sé að gera Formúlu 1 að jafnari keppni. „Red Bull gerir bara betur en aðrir og ég veit ekki hversu mikið þú getur gert til að takmarka það? Það er líka það sem gerir Formúlu 1 svo sérstaka, svala og einstaka því allir gera bara sitt. Ef allir væru með sama bíl myndirðu tapa helmingi áhorfenda og sérstaða Formúlu 1 er að allir koma með sínar hugmyndir,“ sagði Norris.
Akstursíþróttir Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira