„Við erum góðir og þeir eru góðir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 15:30 Róbert Aron Hostert og Alexander Petersson fagna þegar Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Evrópuævintýri Valsmanna í handboltanum gæti haldið áfram á Hlíðarenda í kvöld og þjálfari Valsmanna kallar eftir góðum stuðningi úr stúkunni. Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu EHF-bikarinn Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrir Valsmönnum í kvöld í fyrri undanúrslitsleik sínum á móti rúmenska félaginu CS Minaur Baua Mare. Valsmenn hafa enn ekki tapað leik í Evrópu á þessari leiktíð en verða að ná í hagstæð úrslit fyrir síðari leikinn í Rúmeníu. Leikurinn fer fram í N1 höllinni á Hlíðarenda og hefst klukkan 19.30. Valsliðið sló annað rúmenskt lið út úr átta liða úrslitum keppninnar en hefur einnig slegið út lið frá Litháen, Eistland, Slóvakíu og Serbíu í EHF-bikarnum í vetur. Valsmenn hafa líka unnið alla tíu leiki sína í keppninni til þessa. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari ValsVísir/Diego Valsmenn voru einnig í þessari stöðu fyrir sjö árum en duttu þá úr leik í undanúrslitunum á móti rúmenska liðinu AHC Potaissa Turda. Núna geta þeir farið einu skrefi lengra. „Það væri mjög gaman fyrir okkur og mjög gaman fyrir strákana, þjálfarana í kringum þetta, félagið og íslenskan handbolta. Árangur í Evrópukeppni gefur öllum í öllum íþróttum og hvað þá hinum handboltaliðunum,“ sagði Óskar Bjarni Óskarsson í samtali við Aron Guðmundsson á blaðamannafundi Valsmanna fyrir leikinn í kvöld. „Það er klárlega spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu að eiga möguleika á úrslitaleik. Það er nokkuð ljóst að við þurfum að eiga toppleik hérna heima og fá mikinn og góðan stuðning. Þetta er hörkulið og við stefnuna á það að spila vel.,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn þurfa að taka með sér gott veganesti í seinni leikinn. „Við treystum okkur alveg að fara út og spila vel við þá þar. Við gerðum það á móti Motor og gerðum það á móti Metaloplastika. Það er ekkert lífsnauðsynlegt þótt að það sé alltaf betra,“ sagði Óskar en það má heyra hann fara yfir mótherjana hér fyrir neðan. „Við þurfum að vera klárir í alvöru leik og spila mjög vel. Við erum góðir og þeir eru góðir. Þetta verður bara handboltaveisla,“ sagði Óskar. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir neðan. Klippa: Spennandi að vera komnir aftur í þessa stöðu
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira