Sá sem bjargaði starfi Sir Alex gæti ýtt Ten Hag nær dyrunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2024 12:46 Mark Robins hefur gert frábæra hluti með lið Coventry City í enska bikarnum á þessu tímabili. Getty/Harriet Lander Í augum margra er það nánast formsatriði fyrir Manchester United að tryggja sér sæti í úrslitaleik enska bikarsins enda mætir liðið b-deildarliði í undanúrslitaleiknum á Wembley í dag. Spekingur BBC sér óvænt úrslit skrifuð í skýin. Chris Sutton, knattspyrnusérfræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, spáði um úrslit í undanúrslitaleik Coventry og Manchester United. Liðið sem vinnur mætir Manchester City í úrslitaleiknum. „Það er skrfað í skýin að knattspyrnustjórinn Mark Robins fagni sigri á móti sínu gamla félagi,“ sagði Sutton. „Gamli liðsfélaginn minn úr Norwich skoraði sigurmark fyrir Manchester United í enska bikarnum 1990 sem bjargaði starfi Sir Alex Ferguson. Núna held ég að hann muni ýta Erik ten Hag nær úrgöngudyrunum,“ sagði Sutton. Umræddur Mark Robins tryggði United sigur í þriðju umferð ensku bikarsins 1990 þegar Ferguson var orðinn mjög valtur í sessi. United fór síðan alla leið og vann enska bikarinn þetta sama vor og svo Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Þremur árum síðan hófst síðan ótrúleg sigurganga United mann í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Sir Alex. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „United ætti að vinna þægilegan sigur á Coventry en þeim hefur skort stöðugleika allt tímabilið og ég hef ekki trú á því að þeir finni hann núna,“ sagði Sutton. „Ég ætla að leyfa mér að dreyma aðeins hérna. Ég á góðar minningar frá bikarúrslitaleiknum 1987 þegar skutluskalli Keith Houchen hjálpaði Coventry að vinna Tottenham og taka bikarinn. Þetta er yrði þvílíkur dagur fyrir félagið ef þeir vinna þennan leik,“ sagði Sutton. Undanúrslitaleikur Manchester United og Coventry City hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 14.00. Enski boltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Chris Sutton, knattspyrnusérfræðingur hjá breska ríkisútvarpinu, spáði um úrslit í undanúrslitaleik Coventry og Manchester United. Liðið sem vinnur mætir Manchester City í úrslitaleiknum. „Það er skrfað í skýin að knattspyrnustjórinn Mark Robins fagni sigri á móti sínu gamla félagi,“ sagði Sutton. „Gamli liðsfélaginn minn úr Norwich skoraði sigurmark fyrir Manchester United í enska bikarnum 1990 sem bjargaði starfi Sir Alex Ferguson. Núna held ég að hann muni ýta Erik ten Hag nær úrgöngudyrunum,“ sagði Sutton. Umræddur Mark Robins tryggði United sigur í þriðju umferð ensku bikarsins 1990 þegar Ferguson var orðinn mjög valtur í sessi. United fór síðan alla leið og vann enska bikarinn þetta sama vor og svo Evrópukeppni bikarhafa árið eftir. Þremur árum síðan hófst síðan ótrúleg sigurganga United mann í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Sir Alex. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) „United ætti að vinna þægilegan sigur á Coventry en þeim hefur skort stöðugleika allt tímabilið og ég hef ekki trú á því að þeir finni hann núna,“ sagði Sutton. „Ég ætla að leyfa mér að dreyma aðeins hérna. Ég á góðar minningar frá bikarúrslitaleiknum 1987 þegar skutluskalli Keith Houchen hjálpaði Coventry að vinna Tottenham og taka bikarinn. Þetta er yrði þvílíkur dagur fyrir félagið ef þeir vinna þennan leik,“ sagði Sutton. Undanúrslitaleikur Manchester United og Coventry City hefst klukkan 14.30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun á Stöð 2 Sport 2 hefst klukkan 14.00.
Enski boltinn Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira