Fótbolti

Fékk tvö gul spjöld en slapp samt við rautt spjald

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emiliano Martinez er hér búinn að fá seinna gula spjaldið sitt frá Ivan Kruzliak dómara.
Emiliano Martinez er hér búinn að fá seinna gula spjaldið sitt frá Ivan Kruzliak dómara. Getty/ Alex Pantling

Ef þú ert á leiðinni í vítakeppni þá er gott að vita af Argentínumanninum Emiliano Martínez í markinu.

Martínez fagnaði enn á ný sigri í vítakeppni í gærkvöldi þegar hann hjálpaði Aston Villa inn í undanúrslit Sambandsdeildar UEFA.

Það voru aftur á móti margir hissa á því að Martínez hafi fengið að klára leikinn. Hann fékk nefnilega sitt annað gula spjald í vítakeppninni.

Fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir að tefja í venjulegan leiktíma en það seinna fyrir stæla í vítakeppninni.

Menn þurfti að fletta upp í reglubókinni til að sannfærast að dómari leiksins væri ekki eitthvað að rugla þegar hann lyfti ekki rauða spjaldinu.

Þar kom í ljós að að samkvæmt reglubókinni þá taka leikmenn ekki spjöldin með sér inn í vítakeppnina. Hún telst vera alveg sér þáttur í leiknum.

Aston Villa markvörðurinn slapp því með skrekkinn og það boðaði bara eitt.

Þetta var fimmta vítaspyrnukeppnin í röð sem Martínez vinnur, annað hvort með félagsliði eða landsliði.

Frægust af þeim er örugglega vítakeppnin i úrslitaleik HM í Katar þar sem Martínez varð heimsmeistarar eftir sigur á Frökkum í vítakeppni.

Hann vítakeppni með Arsenal á móti Liverpool í leiknum um Samfélagsskjöldinn árið 2020, vann vítakeppni í undanúrslitum Suður-Ameríkukeppninnar 2021, vann tvær vítakeppni á HM í Katar 2022 og vann svo þessa vítakeppni á móti franska liðinu Lille í gærkvöldi.

Fyrir vikið komst Aston Villa í fyrsta sinn í 42 ár í undanúrslit í Evrópukeppni.

Martínez tryggði Aston Villa sigur og sæti í undanúrslitum með því að verja síðustu spyrnu Lille manna sem fyrirliðinn Benjamin André tók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×