Neville orðlaus: „Var þetta gert opinbert á sínum tíma?“ Aron Guðmundsson skrifar 18. apríl 2024 13:01 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, var vægast sagt undrandi á frásögn Bastian Schweinsteiger. Vísir/Samsett mynd Bastian Schweinsteiger, fyrrverandi leikmanni Manchester Untied, var meinaður aðgangur að búningsklefa aðalliðsins á æfingarsvæði félagsins eftir að Portúgalinn José Mourinho tók við stjórnartaumunum hjá félaginu. Schweinsteiger sagði sögu sína í viðtali hjá Gary Neville, fyrrverandi leikmanni og fyrirliða Manchester United, sem var auðsjáanlega mjög hissa á þeirri sögu sem Schweinsteiger hafði að segja. Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019. Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Sjá meira
Mourinho hafði tekið við stjórnartaumunum hjá Manchester United eftir tímabilið 2015/16 þar sem að Hollendingurinn Louis van Gaal hafði stýrt Manchester United til sigurs í enska bikarnum Þegar að Schweinsteiger sneri aftur til Manchester United um sumarið, eftir að hafa farið alla leið í undanúrslit á EM með þýska landsliðinu, var hins vegar ekki tekið vel á móti honum. „Ég kom inn aðeins seinna en aðrir leikmenn, sökum þess hversu langt við í þýska landsliðinu fórum á EM, og liðið var í æfingarferð í Bandaríkjunum. Fyrsta daginn í endurkomunni æfði ég með Zlatan Ibrahimovic. En næsta dag, á sjálfan afmælisdaginn minn, þegar að ég labbaði inn á æfingasvæði félagsins, kom John Murtough yfirmaður knattspyrnumála að mér og sagði: „Þú mátt ekki fara inn í búningsklefann. Það eru fyrirmæli frá þjálfaranum.“ Gary Neville var auðsjáanlega mjög hissa þegar að Schweinsteiger tjáði honum þetta og spurði hann hvort þetta hafi gerst án nokkurrar viðvörunar og hvort að þetta hefði verið gert opinbert. „Engin viðvörun. Hann stóð bara þarna og sagði mér þetta. Auðvitað var það ekki auðvelt fyrir hann að tjá mér þessar fréttir.“ Schweinsteiger fékk ekki einu sinni að fara inn í búningsklefann til þess að sækja dótið sitt. Murtough sjálfur fór inn og sótti það sem Þjóðverjinn átti þar. „Ég færði mig yfir í búningsklefa undir 16 ára liðsins, æfði með þeim og bað um fund með Mourinho sem ég og fékk. Þar tjáði hann mér að hann teldi mig ekki ánægðan hjá Manchester United vegna þess að áður, þegar að ég hafði verið að glíma við meiðsli, leitaði ég til lækna þýska landsliðsins. Vann að endurhæfingu minni í Þýskalandi undir þeirra handleiðslu en með samþykki Van Gaal.“ Schweinsteiger segist ekki hafa verið ósáttur hjá Manchester United líkt og Mourinho hélt fram. „Ég var mjög ánægður hjá félaginu. Elskaði að klæðast treyjunni. Ég taldi þetta kannski bara vera smá tímabil sem myndi ganga yfir. Ég átti mér þann draum að spila aftur á Old Trafford.“ Aðspurður hvernig liðsfélagarnir hefðu brugðist við þessum vendingum sagði Schweinsteiger að einhverjir þeirra hefðu sent sér skilaboð og tjáð undrun sína á þessu. „Ég sá þá ekki oft,“ sagði Schweinsteiger sem spilaði aðeins þrjá leiki fyrir Manchester United umrætt tímabil. Hann skipti svo yfir til Chicago Fire í MLS deildinni í Bandaríkjunum og lagði skóna á hilluna í október árið 2019.
Enski boltinn Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn