Mauricio Pochettino, knattspyrnustjóri Chelsea, var öskureiður eftir leik og ástæðan var auðvitað framkoma tveggja leikmanna hans, þeirra Nicolas Jackson og Noni Madueke.
Pochettino: Palmer is the penalty taker. It won t happen again, can t behave like kids again .
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 15, 2024
It s a shame. I told the players this is the last time I will accept this type of behaviour. This is not a joke .
Again, very clear. Cole Palmer is the penalty taker . pic.twitter.com/cH93tCS5rY
Chelsea var komið í 4-0 í leiknum á móti Everton á Stamford Bridge þegar liðið fékk víti. Cole Palmer var kominn með þrennu í leiknum og hann er vítaskytta liðsins. Jackson og Madueke vildu hins vegar taka vítaspyrnuna og fóru að rífast um boltann en Madueke hafði fiskað vítið.
Þetta gerðu þeir fyrir framan alla á vellinum og alla heima í stofu. Þessi barnalega hegðun hneykslaði marga. Þetta endaði með því að fyrirliðinn Conor Gallagher þurfti að skipta sér af, ýta félögunum í burtu og rétta Palmer boltann.
They want to behave like kids? Here is not possible .
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 16, 2024
Mauricio Pochettino was very clear on his post game conference, via @HaytersTV pic.twitter.com/7oZVJl50YP
„Leikmenn og starfsmenn vita að Cole Palmer er vítaskyttan,“ sagði Pochettino öskureiður eftir leikinn.
„Ég er í miklu uppnámi vegna þessa máls. Agi er eitt það mikilvægasta í okkar liði,“ sagði Pochettino.
„Við getum öll samþykkt það að þeir [Jackson og Madueke] höfðu rangt fyrir sér. Þeir eru ekki reyndir leikmenn. Þeir eru ungir. Þetta voru mjög góð viðbrögð hjá Conor Gallagher,“ sagði Pochettino.
„Við megum ekki haga okkur svona. Þetta er eins og við séum í skóla og það sé okkar starf að sýna þeim vitleysuna svo þeir geti lært af því. Það verður engin refsing en þetta má ekki koma fyrir aftur. Ef Palmer er á vellinum þá tekur hann vítin,“ sagði Pochettino.
This should be the last time this ever happens at Chelsea Football Club under Mauricio Pochettino.
— ChelsTransfer (@ChelsTransfer) April 16, 2024
pic.twitter.com/xDJvBDymoe