Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Fylki 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og nýliðarnir falli aftur niður í Lengjudeildina. Fylkir féll úr efstu deild 2021 og lenti í 6. sæti Lengjudeildarinnar árið eftir. Síðasta sumar var annað hins vegar uppi á teningnum. Fylkir var í toppbaráttunni allt sumarið og tryggði sér 2. sæti Lengjudeildarinnar með 2-3 sigri á Gróttu í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. grafík/bjarki Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði sigurmark Fylkiskvenna í leiknum. Það var eitt fimmtán marka hennar í Lengjudeildinni en aðeins Seltirningurinn Hannah Abraham skoraði meira (16 mörk). Það er mikið ánægjuefni að sjá Guðrúnu Karítas komna aftur á fulla ferð en hún var einn besti ungi leikmaður landsins á sínum tíma. Guðrún Karítas verður kyndilberinn í sóknarleik Fylkis í sumar ásamt fyrirliðanum Evu Rut Ásþórsdóttur sem skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni í fyrra. grafík/bjarki Fylkir skoraði þrettán mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum í vetur og ætla má að sóknin verði ekki mikið vandamál í sumar. Vörnin er meira spurningarmerki en Fylkiskonur fengu á sig 26 mörk í Lengjudeildinni í fyrra og sextán mörk í Lengjubikarnum. Fylkir hefur framlengt samninga sinna aðal leikmanna í vetur og fengið hóflega styrkingu. Amelía Rún Fjeldsted kom frá Keflavík og þá bættust hinar bandarísku Kayla Bruster og Abby Boyan í hópinn. Bruster er varnarmaður og Boyan miðjumaður sem spilaði mjög vel með AaB í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Þær þurfa að vera drjúgur liðsstyrkur fyrir Fylki í þeirri löngu og ströngu baráttu sem framundan er. Gunnar Magnús Jónsson er enginn nýgræðingur í þjálfun og hefur áður glímt við falldrauginn og haft hann undir. Reynsla hans mun eflaust nýtast vel þegar út í alvöruna verður komið. Lykilmenn Tinna Brá Magnúsdóttir, 19 ára markvörður Eva Rut Ásþórsdóttir, 22 ára miðjumaður Guðrún Karítas Sigurðardóttir, 28 ára sóknarmaður Fylgist með Helga Guðrún Kristinsdóttir fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu. Í besta/versta falli Fylkisliðið er fullfært um að halda sér uppi og ef allt fer á besta veg gæti liðið komist upp í 7. sætið. Það má hins vegar ekki mikið út af bera og falldraugurinn bankar eflaust reglulega upp á í sumar. En ef vörnin verður þéttari en undanfarin misseri og sóknin áfram beitt gætu Árbæingar kveðið draugsa í kútinn. Besta deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Fylki 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og nýliðarnir falli aftur niður í Lengjudeildina. Fylkir féll úr efstu deild 2021 og lenti í 6. sæti Lengjudeildarinnar árið eftir. Síðasta sumar var annað hins vegar uppi á teningnum. Fylkir var í toppbaráttunni allt sumarið og tryggði sér 2. sæti Lengjudeildarinnar með 2-3 sigri á Gróttu í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. grafík/bjarki Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði sigurmark Fylkiskvenna í leiknum. Það var eitt fimmtán marka hennar í Lengjudeildinni en aðeins Seltirningurinn Hannah Abraham skoraði meira (16 mörk). Það er mikið ánægjuefni að sjá Guðrúnu Karítas komna aftur á fulla ferð en hún var einn besti ungi leikmaður landsins á sínum tíma. Guðrún Karítas verður kyndilberinn í sóknarleik Fylkis í sumar ásamt fyrirliðanum Evu Rut Ásþórsdóttur sem skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni í fyrra. grafík/bjarki Fylkir skoraði þrettán mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum í vetur og ætla má að sóknin verði ekki mikið vandamál í sumar. Vörnin er meira spurningarmerki en Fylkiskonur fengu á sig 26 mörk í Lengjudeildinni í fyrra og sextán mörk í Lengjubikarnum. Fylkir hefur framlengt samninga sinna aðal leikmanna í vetur og fengið hóflega styrkingu. Amelía Rún Fjeldsted kom frá Keflavík og þá bættust hinar bandarísku Kayla Bruster og Abby Boyan í hópinn. Bruster er varnarmaður og Boyan miðjumaður sem spilaði mjög vel með AaB í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Þær þurfa að vera drjúgur liðsstyrkur fyrir Fylki í þeirri löngu og ströngu baráttu sem framundan er. Gunnar Magnús Jónsson er enginn nýgræðingur í þjálfun og hefur áður glímt við falldrauginn og haft hann undir. Reynsla hans mun eflaust nýtast vel þegar út í alvöruna verður komið. Lykilmenn Tinna Brá Magnúsdóttir, 19 ára markvörður Eva Rut Ásþórsdóttir, 22 ára miðjumaður Guðrún Karítas Sigurðardóttir, 28 ára sóknarmaður Fylgist með Helga Guðrún Kristinsdóttir fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu. Í besta/versta falli Fylkisliðið er fullfært um að halda sér uppi og ef allt fer á besta veg gæti liðið komist upp í 7. sætið. Það má hins vegar ekki mikið út af bera og falldraugurinn bankar eflaust reglulega upp á í sumar. En ef vörnin verður þéttari en undanfarin misseri og sóknin áfram beitt gætu Árbæingar kveðið draugsa í kútinn.
Tinna Brá Magnúsdóttir, 19 ára markvörður Eva Rut Ásþórsdóttir, 22 ára miðjumaður Guðrún Karítas Sigurðardóttir, 28 ára sóknarmaður
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti