Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 9. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Fylki 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og nýliðarnir falli aftur niður í Lengjudeildina. Fylkir féll úr efstu deild 2021 og lenti í 6. sæti Lengjudeildarinnar árið eftir. Síðasta sumar var annað hins vegar uppi á teningnum. Fylkir var í toppbaráttunni allt sumarið og tryggði sér 2. sæti Lengjudeildarinnar með 2-3 sigri á Gróttu í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. grafík/bjarki Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði sigurmark Fylkiskvenna í leiknum. Það var eitt fimmtán marka hennar í Lengjudeildinni en aðeins Seltirningurinn Hannah Abraham skoraði meira (16 mörk). Það er mikið ánægjuefni að sjá Guðrúnu Karítas komna aftur á fulla ferð en hún var einn besti ungi leikmaður landsins á sínum tíma. Guðrún Karítas verður kyndilberinn í sóknarleik Fylkis í sumar ásamt fyrirliðanum Evu Rut Ásþórsdóttur sem skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni í fyrra. grafík/bjarki Fylkir skoraði þrettán mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum í vetur og ætla má að sóknin verði ekki mikið vandamál í sumar. Vörnin er meira spurningarmerki en Fylkiskonur fengu á sig 26 mörk í Lengjudeildinni í fyrra og sextán mörk í Lengjubikarnum. Fylkir hefur framlengt samninga sinna aðal leikmanna í vetur og fengið hóflega styrkingu. Amelía Rún Fjeldsted kom frá Keflavík og þá bættust hinar bandarísku Kayla Bruster og Abby Boyan í hópinn. Bruster er varnarmaður og Boyan miðjumaður sem spilaði mjög vel með AaB í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Þær þurfa að vera drjúgur liðsstyrkur fyrir Fylki í þeirri löngu og ströngu baráttu sem framundan er. Gunnar Magnús Jónsson er enginn nýgræðingur í þjálfun og hefur áður glímt við falldrauginn og haft hann undir. Reynsla hans mun eflaust nýtast vel þegar út í alvöruna verður komið. Lykilmenn Tinna Brá Magnúsdóttir, 19 ára markvörður Eva Rut Ásþórsdóttir, 22 ára miðjumaður Guðrún Karítas Sigurðardóttir, 28 ára sóknarmaður Fylgist með Helga Guðrún Kristinsdóttir fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu. Í besta/versta falli Fylkisliðið er fullfært um að halda sér uppi og ef allt fer á besta veg gæti liðið komist upp í 7. sætið. Það má hins vegar ekki mikið út af bera og falldraugurinn bankar eflaust reglulega upp á í sumar. En ef vörnin verður þéttari en undanfarin misseri og sóknin áfram beitt gætu Árbæingar kveðið draugsa í kútinn. Besta deild kvenna Fylkir Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00 Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild kvenna með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum sunnudaginn 21. apríl. Íþróttadeild spáir Fylki 9. sæti Bestu deildarinnar í sumar og nýliðarnir falli aftur niður í Lengjudeildina. Fylkir féll úr efstu deild 2021 og lenti í 6. sæti Lengjudeildarinnar árið eftir. Síðasta sumar var annað hins vegar uppi á teningnum. Fylkir var í toppbaráttunni allt sumarið og tryggði sér 2. sæti Lengjudeildarinnar með 2-3 sigri á Gróttu í hreinum úrslitaleik í lokaumferðinni. grafík/bjarki Guðrún Karítas Sigurðardóttir skoraði sigurmark Fylkiskvenna í leiknum. Það var eitt fimmtán marka hennar í Lengjudeildinni en aðeins Seltirningurinn Hannah Abraham skoraði meira (16 mörk). Það er mikið ánægjuefni að sjá Guðrúnu Karítas komna aftur á fulla ferð en hún var einn besti ungi leikmaður landsins á sínum tíma. Guðrún Karítas verður kyndilberinn í sóknarleik Fylkis í sumar ásamt fyrirliðanum Evu Rut Ásþórsdóttur sem skoraði ellefu mörk í Lengjudeildinni í fyrra. grafík/bjarki Fylkir skoraði þrettán mörk í fimm leikjum í Lengjubikarnum í vetur og ætla má að sóknin verði ekki mikið vandamál í sumar. Vörnin er meira spurningarmerki en Fylkiskonur fengu á sig 26 mörk í Lengjudeildinni í fyrra og sextán mörk í Lengjubikarnum. Fylkir hefur framlengt samninga sinna aðal leikmanna í vetur og fengið hóflega styrkingu. Amelía Rún Fjeldsted kom frá Keflavík og þá bættust hinar bandarísku Kayla Bruster og Abby Boyan í hópinn. Bruster er varnarmaður og Boyan miðjumaður sem spilaði mjög vel með AaB í dönsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Fylkis (@fylkirknd) Þær þurfa að vera drjúgur liðsstyrkur fyrir Fylki í þeirri löngu og ströngu baráttu sem framundan er. Gunnar Magnús Jónsson er enginn nýgræðingur í þjálfun og hefur áður glímt við falldrauginn og haft hann undir. Reynsla hans mun eflaust nýtast vel þegar út í alvöruna verður komið. Lykilmenn Tinna Brá Magnúsdóttir, 19 ára markvörður Eva Rut Ásþórsdóttir, 22 ára miðjumaður Guðrún Karítas Sigurðardóttir, 28 ára sóknarmaður Fylgist með Helga Guðrún Kristinsdóttir fellur ekki beint í hóp ungra og efnilegra leikmanna en þessi grindvíski kantmaður er 26 ára og hefur reynslu úr efstu deild. Hún hefur hins vegar ekki spilað þar í nokkur ár og vonast væntanlega eftir að geta fylgt eftir góðu sumri í fyrra þar sem hún skoraði átta mörk og lagði upp níu. Í besta/versta falli Fylkisliðið er fullfært um að halda sér uppi og ef allt fer á besta veg gæti liðið komist upp í 7. sætið. Það má hins vegar ekki mikið út af bera og falldraugurinn bankar eflaust reglulega upp á í sumar. En ef vörnin verður þéttari en undanfarin misseri og sóknin áfram beitt gætu Árbæingar kveðið draugsa í kútinn.
Tinna Brá Magnúsdóttir, 19 ára markvörður Eva Rut Ásþórsdóttir, 22 ára miðjumaður Guðrún Karítas Sigurðardóttir, 28 ára sóknarmaður
Besta-spáin 2024: Blóðtakan of mikil Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Keflavík 10. sæti Bestu deildar kvenna í sumar. 17. apríl 2024 10:00