Rodri viðurkenndi í nýlegu viðtali að hann sé orðinn mjög þreyttur eftir leikjatörnina að undanförnu en líkt og í fyrra þá er Manchester City liðið í dauðafæri að vinna þrennuna.
Rodri ræddi stöðuna eftir 3-3 jafntefli á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
„Við getum allir gert betur, ég líka, en við þurfum á hvíld að halda ef ég er alveg hreinskilinn,“ sagði Rodri eftir leikinn og endurtók sig.
Rodri: Manchester City midfielder says he needs a rest https://t.co/LhxU9igpGJ
— BBC News (UK) (@BBCNews) April 10, 2024
„Ég að minnsta kosti. Ég þarf hvíld,“ sagði Rodri. Hann hefur nú spilað 66 leiki í röð fyrir félagslið og landslið án þess að tapa.
Mikilvægi Rodri fyrir Manchester City sést líka svart á hvítu í gengi liðsins án hans.
Öll þrjú töp City manna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu komu í leikjum þegar Rodri tók út leikbann. Þetta voru leikir á móti Wolves, Arsenal og Aston Villa.
Þegar Manchester City datt út úr enska deildabikarnum á móti Newcastle þá var Rodri einnig í leikbanni.
„Sjáum til hvernig þetta verður. Við erum samt að reyna að skipuleggja einhverja hvíld,“ sagði Rodri.
Sú hvíld gæti mögulega komið fyrir hann á móti Luton Town um helgina. Hann hvíld síðasta leik félaganna í febrúar þegar Manchester City sló Luton 6-2 út úr enska bikarnum.
Rodri: I do need a rest, I do. Let s see how we speak, how we live the situation. Sometimes it is what it is. I need to adjust. [Rest] is something we are planning, yeah pic.twitter.com/qsPCZfYNSs
— City Report (@cityreport_) April 10, 2024