Sky í Þýskalandi greinir frá því að Liverpool hafi náð munnlegu samkomulagi við Amorim um að hann taki við Rauða hernum eftir tímabilið. Talið er að hann skrifi undir þriggja ára samning við Liverpool.
BREAKING NEWS : Sporting Lisbon manager Rúben Amorim has reached a verbal agreement in principle with Liverpool, according to Sky Germany. pic.twitter.com/JkoySSKaN2
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2024
Jürgen Klopp lætur af störfum hjá Liverpool í sumar. Hann hefur stýrt liðinu frá haustinu 2015.
Amorim hefur verið stjóri Sporting undanfarin fjögur ár. Hann gerði liðið að portúgölskum meisturum 2021 og vann deildabikarinn 2021 og 2022. Amorim stýrði Braga einnig til sigurs í deildabikarnum 2019.
Sporting er sem stendur með fjögurra stiga forskot á toppi portúgölsku úrvalsdeildarinnar og á leik til góða.