Steve Helling, náinn vinur Tiger, var til viðtals hjá New York Post á dögunum í aðdrganda Masters sem er eitt af risamótum ársins í golfheiminum. Helling segir Tiger afar einbeitann í aðdraganda móts.
„Hann er að leggja hart að sér í ræktinni. Er að borða rétt. Hann er meira að segja hættur að stunda kynlíf," sagði Helling eitthvað sem skiljanlega vakti athygli blaðamanns New York Post sem spurði hann nánar út í þá ákvörðun Tiger.
„Hann er farinn að grípa til þessa ráðs í undirbúningi fyrir mót. Ekkert kynlíf fyrr en mótinu er lokið. Hann vill ekki að neitt taki frá sér einbeitinguna á mótinu.“
Ólíklegt þykir að Woods, sem hefur undanfarin ár verið að glíma við meiðsli í kjölfar alvarlegs bílslyss árið 2021, verði að bítast um sigurinn á komandi Masters móti. Það er hins vegar mót sem hann þekkir mjög vel og hefur fimm sinnum unnið.