Hjólar í goðsagnir United vegna orða þeirra um Rashford Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 19:01 Marcus Rashford í leik með Manchester United. Hann og hans frammistöður á tímabilinu voru til umræðu í Stick To Football Vísir/Getty Dwaine Maynard, bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford leikmanns Manchester United, tekur illa í gagnrýni fyrrverandi leikmanna félagsins í garð bróður síns sem virðist liða illa innan sem utan vallar þessa dagana. Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar. Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Í þættinum Stick To Football, sem gerður er út af Sky Sports og inniheldur gamla jálka úr ensku úrvalsdeildinni sem spekinga, ýjaði Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United, að því að eitthvað amaði að Rashford. „Það er eitthvað ekki í lagi. Ekki bara tengt spilamennsku hans fyrir Manchester United. Hann virðist ekki vera ánægður. Ég horfi á hann og hef áhyggjur af honum,“ sagði Neville um Rashford í þættinum Stick To Football. Bræðurnir Dwaine Maynard og Marcus Rashford Vísir/Getty Það stingi í stúfa því Rashford hafi hjá Manchester United alist upp sem þessi glaðlyndi karakter sem bjó við mikið frelsi. Roy Keane, fyrrverandi liðsfélagi Neville hjá Manchester United tók í sama streng og sagði Rashford þurfa gott spark í afturendann frá fólkinu sem er í kringum hann dags daglega. „Ég myndi kannski ekki segja að ég hefði áhyggjur af honum," bætti Keane við. „En maður horfir á hann og það er eitthvað sem vantar. Fólkið í kringum hann, hvort sem það er fjölskylda hans eða umboðsmaður. Hver er að stjaka við honum, gefa honum spark í afturendann? Ef þú vilt vera þessi leiðtogi, ert á þessum stóra samningi, þá fylgir því ábyrgð." Rio Ferdinand, enn einn fyrrverandi leikmaður Manchester United, sem var gestur í umræddum þætti, sagði Rashford þurfa að skoða náið fólkið sem hann væri með í kringum sig. Eitthvað sem margir hafa túlkað sem skot á bróður hans og umboðsmann Dwaine Maynard sem tekur svo sannarlega ekki vel í umræður þessa sparkspekinga um Rashford. „Ég átta mig fyllilega á því hvernig hlaðvarpsheimurinn virkar en ef þú hefur verulegar áhyggjur þá tekur þú upp símann og hringir,“ skrifaði Dwaine í færslu sem birtist á sögu-fítusi samfélagsmiðilsins Instagram fyrr í dag. „Við þekkjum hvor aðra, leiðir okkar hafa legið saman áður. Það að viðra áhyggjur þínar fyrir alla að heyra sem þína skoðun er vondur leikir og smellibeita í mínum augum.“ Marcus Rashford s brother on Instagram pic.twitter.com/b2C8HFwDuN— utdreport (@utdreport) April 4, 2024 Þrátt fyrir allt hefur Rashford komið að fjórtán mörkum fyrir lið Manchester United í 36 leikjum á yfirstandandi tímabili. Til mikils er ætlast af Englendingnum sem er einn launahæsti leikmaður félagsins. Rashford er á meðal varamanna Manchester United sem heimsækir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Spurningin er hvort hann nái að láti fjaðrafjokið sem vind um eyru sín þjóta og svari innan vallar.
Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira