Sviplegt fráfall eiginkonunnar breytti öllu Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 23:30 Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið. Vísir/Getty Sviplegt andlát eiginkonu fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins í knattspyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að íhuga framtíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna. Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan: Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan:
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira