Brentford var með yfirburðina nær allan leikinn en United náði engu að síður forystunni á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Brentford tókst hins vegar loksins að skora rétt á eftir og úrslitin urðu jafntefli.
„Þegar kemur að grimmd og baráttu þá voru Brentford menn betri,“ viðurkenndi Erik ten Hag.
„Við ættum að sýna meiri ástríðu á mörgum tímapunktum í leiknum. Þegar þú ert kominn yfir svo seint í leiknum þá áttu líka að landa sigrinum,“ sagði Ten Hag.
„Við spiluðum ekki vel en það var liðsandi og barátta en bara ekki nóg af því,“ sagði Ten Hag.
Liðin fyrir ofan Manchester United, Aston Villa og Tottenham, unnu bæði og útlitið er ekki gott hvað varðar það að komast í Meistaradeildina á næstu leiktíð.
„Það eru enn margir leikir eftir en auðvitað verða stigin dýrmætari í lok tímabilsins. Við hefðum átt að taka þrjú í þessum leik en fengum bara eitt. Þessi stig gætu skipt miklu máli í lokin,“ sagði Ten Hag.
"It can be a big point by the end"
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 31, 2024
Erik ten Hag and Thomas Frank react to the 1-1 draw between Brentford and Man Utd pic.twitter.com/WpgAQOeF1H