Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 11. sæti Bestu deildar karla í sumar. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Fylki 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið leiki í Lengjudeildinni tímabilið 2025. Allt síðasta undirbúningstímabil hamraði Rúnar Páll Sigmundsson á því að Fylkisliðið væri nógu gott til að spjara sig í Bestu deildinni, þrátt fyrir að hóflega styrkingu um veturinn. Og það reyndist innistæða fyrir trú þjálfarans. En það mátti ekki tæpara standa. Rúnar Páll Sigmundsson er einn reynslumesti þjálfari landsins.vísir/diego Fylkismenn voru í harðri botnbaráttu allt síðasta tímabil en héldu sér uppi með því að vinna síðustu tvo leiki sína í úrslitakeppninni. Niðurstaðan var því 8. sæti sem Árbæingar gátu mjög vel við unað eftir krefjandi tímabil. Eins og hinir nýliðarnir í fyrra, HK, hefur Fylkir ekki gefið í eftir síðasta tímabil. Arnór Gauti Jónsson er farinn í Breiðablik, Pétur Bjarnason í Vestra og Ólafur Karl Finsen hættur. Með brotthvarfi þeirra tveggja síðastnefndu er mikið farið úr sóknarleik Fylkis sem virkar frekar rislítill, allavega á blaði. grafík/gunnar tumi Daninn Mathias Præst verður að vera góður, Fylkismenn þurfa framlag frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Benedikt Daríus Garðarsson þarf að byggja ofan á síðasta tímabil þar sem hann skoraði níu mörk. Litlar breytingar eru aftast á vellinum en Fylki myndi ekkert veita af einum miðverði til viðbótar. Sveinn Gísli Þorkelsson gerði gott mót með Árbæjarliðinu seinni hluta síðasta tímabils og það yrði mikil búbót að fá hann aftur. grafík/gunnar tumi Í gegnum tíðina hafa ungir heimamenn alltaf fengið tækifæri í Árbænum og það fæðast eflaust einhverjar nýjar Fylkisstjörnur í sumar. Hafið augun á Ómari Birni Sverrissyni. Hann gæti sprungið út í Bestu deildinni. Benedikt Daríus Garðarsson fagnar einu níu marka sinna í fyrra.vísir/diego Fylkismenn gerðu engar rósir í Lengjubikarnum og það er hætt við að tímabilið í Árbænum verði langt og strangt. En Rúnar Páll er gríðarlega fær þjálfari, hann hefur óbilandi trú á sínum mönnum og það er spurning hvort hún flytji aftur fjöll í sumar. Besta deild karla Fylkir Tengdar fréttir Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01 Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir að venju fyrir um gengi liðanna í Bestu deild karla með árlegri spá sinni fyrir mótið. Keppni í deildinni hefst með leik Íslandsmeistara Víkings og Stjörnunnar laugardaginn 6. apríl. Íþróttadeild spáir Fylki 11. sæti Bestu deildarinnar í sumar og að liðið leiki í Lengjudeildinni tímabilið 2025. Allt síðasta undirbúningstímabil hamraði Rúnar Páll Sigmundsson á því að Fylkisliðið væri nógu gott til að spjara sig í Bestu deildinni, þrátt fyrir að hóflega styrkingu um veturinn. Og það reyndist innistæða fyrir trú þjálfarans. En það mátti ekki tæpara standa. Rúnar Páll Sigmundsson er einn reynslumesti þjálfari landsins.vísir/diego Fylkismenn voru í harðri botnbaráttu allt síðasta tímabil en héldu sér uppi með því að vinna síðustu tvo leiki sína í úrslitakeppninni. Niðurstaðan var því 8. sæti sem Árbæingar gátu mjög vel við unað eftir krefjandi tímabil. Eins og hinir nýliðarnir í fyrra, HK, hefur Fylkir ekki gefið í eftir síðasta tímabil. Arnór Gauti Jónsson er farinn í Breiðablik, Pétur Bjarnason í Vestra og Ólafur Karl Finsen hættur. Með brotthvarfi þeirra tveggja síðastnefndu er mikið farið úr sóknarleik Fylkis sem virkar frekar rislítill, allavega á blaði. grafík/gunnar tumi Daninn Mathias Præst verður að vera góður, Fylkismenn þurfa framlag frá Halldóri Jóni Sigurði Þórðarsyni og Benedikt Daríus Garðarsson þarf að byggja ofan á síðasta tímabil þar sem hann skoraði níu mörk. Litlar breytingar eru aftast á vellinum en Fylki myndi ekkert veita af einum miðverði til viðbótar. Sveinn Gísli Þorkelsson gerði gott mót með Árbæjarliðinu seinni hluta síðasta tímabils og það yrði mikil búbót að fá hann aftur. grafík/gunnar tumi Í gegnum tíðina hafa ungir heimamenn alltaf fengið tækifæri í Árbænum og það fæðast eflaust einhverjar nýjar Fylkisstjörnur í sumar. Hafið augun á Ómari Birni Sverrissyni. Hann gæti sprungið út í Bestu deildinni. Benedikt Daríus Garðarsson fagnar einu níu marka sinna í fyrra.vísir/diego Fylkismenn gerðu engar rósir í Lengjubikarnum og það er hætt við að tímabilið í Árbænum verði langt og strangt. En Rúnar Páll er gríðarlega fær þjálfari, hann hefur óbilandi trú á sínum mönnum og það er spurning hvort hún flytji aftur fjöll í sumar.
Besta-spáin 2024: Júmbósætið virðist frátekið Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 12. sæti Bestu deildar karla í sumar. 1. apríl 2024 09:01
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti