Sakar Úkraínu um að hafa hjálpað árásarmönnunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. mars 2024 16:53 Pútín lýsti yfir degi þjóðarsorgar á morgun í ávarpinu. AP Valdimír Pútín Rússlandsforseti hefur ávarpað rússnesku þjóðina í fyrsta skipti frá því að hryðjuverkamenn gerðu árás á tónleikahöll í nágrenni Moskvu. Fleiri en hundrað manns létu lífið. Í ávarpinu sakar hann Úkraínumenn um að hafa hjálpað árásarmönnunum að komast yfir landamæri Rússlands og Úkraínu að árásinni lokinni. Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“ Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Pútín kom fram á Telegram-síðu sinni fyrr í dag. Hann hóf ávarpið á samúðarkveðjum til aðstandenda fórnarlambanna. Svo sagði hann rússneska ríkið ætla að bera kennsl á og refsa öllum sem komu að skipulagningu árásarinnar. „Það eina sem bíður hryðjuverkamannanna er refsing og að falla í gleymsku. Þeir eiga enga framtíð frammi fyrir sér,“ sagði Pútín. Hann lýsti því yfir degi þjóðarsorgar á morgun. Hann sagði líklegt að búið væri að handsama mennina fjóra sem eiga að hafa framið árásina. Þá sagði hann lögreglu hafa handtekið mennina þegar þeir voru á leið sinni til Úkraínu að árásinni lokinni. Og að Úkraínumenn hinu megin við landamærin hefðu verið að undirbúa komu þeirra til Úkraínu. „Leyniþjónusta Rússlands og önnur löggæsluyfirvöld vinna að því að bera kennsl á alla vitorðsmenn hryðjuverkamannanna, þá sem sáu þeim fyrir farartækjum, undankomuleið frá vettvangi og skotvopnum,“ sagði Pútín. Mykhailo Podolyak, ráðgjafi Úkraínuforseta, sagði lýsingu rússneskra yfirvalda á atburðarásinni ekki eiga við nein rök að styðjast. Hann sagði árásarmennina hafa ekið í átt að lokuðum landamærum sem ómögulegt væri að komast yfir vegna mikils eftirlits rússneskra hermanna. Að lokum líkti Pútín skotárásinni við árásir sem framdar voru af nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. „Hryðjuverkamennirnir drápu markvisst borgara okkar og börn. Alveg eins og nasistarnir gerðu á hernumdum svæðum sínum, ákváðu þeir að setja á svið fjöldaaftöku, blóðugt hótunarverk.“
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira