Getur ekki keppt í formúlu 1 af því að liðið gaf öðrum bílinn hans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 14:30 Alexander Albon frá Tælandi og Logan Sargeant frá Bandaríkjunum eru ökumenn Williams liðsins. Getty/Peter Fox Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024 Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Logan Sargeant mun ekki taka þátt í ástralska formúlu 1 kappakstrinum um helgina eftir mjög sérstaka ákvörðun hjá liðinu hans. Sargeant keyrir fyrir Williams liðið en liðsfélagi hans er Alexander Albon. Albon varð fyrir því óhappi að eyðileggja bílinn sinn á æfingum í Melbourne en það bitnar þó ekki á honum heldur liðsfélaganum. OFFICIEL ! Williams annonce que Logan Sargeant laissera sa monoplace à Alex Albon pour le reste du week-end ! #F1 #AusGP pic.twitter.com/yRHB9r5OZw— Off Track (@OffTrack_FR) March 22, 2024 Forráðamenn Williams liðsins ákváðu nefnilega að láta Albon fá bílinn hans Sargeant. Sargeant situr því upp í stúku á meðan keppnin fer fram. Ástæðan er hreinlega sú að Williams menn telja að Albon eigi meiri möguleika á því að ná í stig heldur en Sargeant. Sargeant sagði sjálfur frá því að þetta væri erfiðasti tímapunkturinn sem hann muni eftir á sínum ferli. Albon klessti bílinn það mikið að það þarf að senda bílinn alla leið heim til Bretlands til lagfæringar. „Þótt að það ætti ekki að koma niður á Logan að annar en hann geri mistök þá telur hver einasta keppni í baráttunni. Stigakeppnin hefur aldrei verið jafnari og við tókum þessa ákvörðun út frá því hver væri besti möguleikinn fyrir liðið okkar að ná í stig,“ sagði James Vowles, framkvæmdastjóri Williams liðsins. BREAKING Alex Albon to race in Logan Sargeant s car for the remainder of the weekend.Sargeant will sit out the Australian Grand Prix#F1 #AusGP pic.twitter.com/l4QzKJvWsS— Formula 1 (@F1) March 22, 2024
Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira