Ber engan kala til Jürgen Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2024 13:00 Jürgen Klopp þakkar fyrir leikinn á Old Trafford skömmu áður en hann fór viðtalið fræga. Getty/Robbie Jay Barratt Danski fjölmiðlamaðurinn Niels Christian Frederiksen mun ekki erfa það við tapsáran knattspyrnustjóra Liverpool að þýski stjórinn rauk út úr miðju viðtali við hann og hraunaði síðan yfir hann. Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Jürgen Klopp var mjög ósáttur með spurningu sem hann fékk frá Frederiksen um skort á ákefð hjá Liverpool mönnum undir lok framlengingarinnar. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Danish reporter Niels Christian Frederiksen says he has 'no problem' with Jurgen Klopp despite the Liverpool boss' angry outburst during a post match interview. pic.twitter.com/wPrFNCc3SE— BBC Sport (@BBCSport) March 18, 2024 Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svaraði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hissa. Frederiksen gerði lítið úr viðtalinu í samtalið við Tipsbladet. „Hann hélt áfram að öskra á mig um leið og hann gekk út ganginn. Ég elti hann af því að mér fannst þetta mjög skrýtið,“ sagði Frederiksen. „Ég skrifa þetta bara á mikinn pirring og svakalegt svekkelsi. Hvernig þeir töpuðu á móti Manchester United eftir að hafa komist tvisvar yfir og höfðu átt að vera búnir að gera út um leikinn,“ sagði Frederiksen. „Ég sé engin vandamál og það verður ekkert vesen af minni hálfu í framtíðinni. Ég get ekki séð það,“ sagði Frederiksen. „Þegar ég tek viðtal við hann aftur við verðum enn góðir vinir, svona hvað fagmennskuna varðar. Ég held ekki að hann erfi þetta við mig og ég ber engan kala til hans,“ sagði Frederiksen. „Hann var ekki að segja að ég væri feitur. Í fyrsta lagi er ég ekki feitur og hann myndi aldrei segja það. Klopp er ekki þannig,“ sagði Frederiksen.. „Hann meinti þetta ekki þannig. Hann er ekki vondur maður. Hann var að meina að ég ætti ekki rétt á því að spyrja svona spyrningar. Það var ekkert annað,“ sagði Frederiksen.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira