Fórnaði Arsenal fyrir konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 12:00 Emmanuel Petit fagnar marki með þeim Nicolas Anelka og Dennis Bergkamp á 1997-98 tímabilinu. Getty/Mark Leech Franski fótboltamaðurinn Emmanuel Petit sér mikið eftir því í dag að hafa yfirgefið Arsenal á sínum tíma. Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira