Tvö mörk tekin af West Ham gegn Aston Villa Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 16:10 Jarrod Bowen biðlar til dómara að láta sigurmarkið í uppbótartíma standa. Fékk ekkert fyrir sinn snúð. John Walton/PA Images via Getty Images West Ham og Aston Villa skildu jöfn, 1-1, í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa var hættulegri aðilinn í leiknum en West Ham skoraði tvö mörk sem voru dæmd ógild. Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans. Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira
Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans.
Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Sjá meira