Chelsea sigraði Newcastle, 3-2, á Stamford Bridge í gærkvöldi. Chelsea er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 39 stig.
Launahæsti leikari í heimi Adam Sandler mætti á Stamford Bridge í gær til að sjá sína menn í Chelsea.
Adam Sandler watching on at Stamford Bridge #CHENEW | @AdamSandler pic.twitter.com/SXAEuJMlZr
— Premier League (@premierleague) March 11, 2024
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sandler mætir á Stamford Bridge en hann mætti einnig á leik Chelsea og Fulham fyrir fimmtán árum eða svo. Það var fyrsti fótboltaleikurinn sem Sandler fór á.
Sandler mætti ekki á Óskarsverðlaunahátíðina á sunnudaginn og virðist hafa verið í London um helgina. Hann spilaði meðal annars körfubolta í Havaí-skyrtu og joggingbuxum.
Næsti leikur Chelsea er gegn Manchester City í ensku bikarkeppninni á laugardaginn.