Meiðsli Alexanders metin í dag: „Gat ekki gengið en vildi spila“ Aron Guðmundsson skrifar 7. mars 2024 11:01 Alexander Petersson virtist meiðast illa í undanúrslitaleik Vals og Stjörnunnar í gær. Reynsluboltinn fer í frekari skoðun í dag. Vísir/Getty Valsmenn bíða eftir því að fá frekari fregnir af reynsluboltanum Alexander Petersson sem meiddist á ökkla í fyrri hálfleik í undanúrslitaleiknum gegn Stjörnunni í gær. Óskar Bjarni, þjálfari Vals, segir ólíklegt að Alexander verði með liðinu í úrslitaleik bikarsins gegn ÍBV á laugardag. Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sannfærandi sigri á Stjörnunni í undanúrslitum í gær. Það voru þó ekki bara gleðitíðindi í leiknum. Reynsluboltinn Alexander Petersson meiddist í leiknum og er samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni, ólíklegur til þátttöku í úrslitaleik morgundagsins gegn ÍBV. „Hann fer í frekari skoðun í dag,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Vísi. „Ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á honum eins og er. Hann er bara ólíklegur til þess að taka þátt í úrslitaleiknum á morgun.“ Ekki er um að ræða hnémeiðsli eins og einhverjir voru farnir að óttast um. Heldur er um að ræða meiðsli á ökkla. „Hnéð hélt ágætlega hjá honum. Það var búið að hvíla hann vel eftir smá hnjask í leiknum úti í Serbíu á dögunum eftir tuttugu mínútna leik en hann kláraði þó þann leik. Hann fær þarna eitthvað högg á ökklann í gær og er bara ólíklegur til þátttöku í framhaldinu. Þetta er nú mesti járnkarl sem ég þekki. Hann ætlaði að byrja seinni hálfleikinn þó hann gæti ekki gengið. Við vitum náttúrulega bara meira í dag en ég held að hann sé ólíklegur í úrslitaleikinn með okkur á laugardaginn karlgreyið. Ökklinn var ekkert rosalega bólginn í gær þegar að tekið var smá stöðutékk en svo veit maður ekkert rosalega mikið svona rétt eftir leik. Hann er bara ágætlega brattur sjálfur. Sjáum bara hvað þessi dagur leiðir í ljós.“ Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira
Valsmenn tryggðu sér sæti í úrslitaleik Powerade-bikarsins með sannfærandi sigri á Stjörnunni í undanúrslitum í gær. Það voru þó ekki bara gleðitíðindi í leiknum. Reynsluboltinn Alexander Petersson meiddist í leiknum og er samkvæmt Óskari Bjarna Óskarssyni, ólíklegur til þátttöku í úrslitaleik morgundagsins gegn ÍBV. „Hann fer í frekari skoðun í dag,“ segir Óskar Bjarni í samtali við Vísi. „Ég veit ekki nákvæmlega stöðuna á honum eins og er. Hann er bara ólíklegur til þess að taka þátt í úrslitaleiknum á morgun.“ Ekki er um að ræða hnémeiðsli eins og einhverjir voru farnir að óttast um. Heldur er um að ræða meiðsli á ökkla. „Hnéð hélt ágætlega hjá honum. Það var búið að hvíla hann vel eftir smá hnjask í leiknum úti í Serbíu á dögunum eftir tuttugu mínútna leik en hann kláraði þó þann leik. Hann fær þarna eitthvað högg á ökklann í gær og er bara ólíklegur til þátttöku í framhaldinu. Þetta er nú mesti járnkarl sem ég þekki. Hann ætlaði að byrja seinni hálfleikinn þó hann gæti ekki gengið. Við vitum náttúrulega bara meira í dag en ég held að hann sé ólíklegur í úrslitaleikinn með okkur á laugardaginn karlgreyið. Ökklinn var ekkert rosalega bólginn í gær þegar að tekið var smá stöðutékk en svo veit maður ekkert rosalega mikið svona rétt eftir leik. Hann er bara ágætlega brattur sjálfur. Sjáum bara hvað þessi dagur leiðir í ljós.“
Powerade-bikarinn Valur Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Sjá meira