Meðalaðsókn á heimaleiki kvennaliðs Arsenal er nú komið upp í tæpa 35 þúsund áhorfendur á leik sem hærra meðaltal en hjá tíu karlaliðum í ensku úrvalsdeildinni.
Alls hafa 279.974 sótti til samans á átta leiki liðsins á leiktíðinni sem er frábær mæting.
Average Arsenal WSL crowd bigger than 10 Premier League clubshttps://t.co/T7iwJ3nTGv
— Football Reporting (@FootballReportg) March 6, 2024
Arsenal er reyndar bara í þriðja sæti í kvennadeildinni en aðeins þremur stigum á eftir toppliði Chelsea og Manchester City sem eru jöfn að stigum.
Alessia Russo skoraði eina mark Arsenal í 1-0 sigri á erkifjendunum í Tottenham þar sem 60.050 áhorfendur mættur en tveimur vikum fyrr mættu 60.160 manns þegar Arsenal stelpurnar unnu 3-1 sigur á Manchester United.
Eftir átta heimaleiki þá er 63 prósent aukning á aðsókninni frá því í fyrra.
Alessia Russo gave Arsenal victory in the North London Derby against Spurs in the WSL.
— Ben Jacobs (@JacobsBen) March 3, 2024
60,050 at the Emirates, the second-highest WSL attendance ever. pic.twitter.com/goUNGlJzoO
Karlaliðin tíu sem fá færri að meðaltali á völlinn en Arsenal stelpurnar eru Brighton & Hove Albion, Wolverhampton Wanderers, Sheffield United, Nottingham Forest, Crystal Palace, Fulham, Burnley, Brentford, Bournemouth og Luton Town.
Manchester United er með bestu meðalaðsóknina hjá körlunum en meira en 73 þúsund manns koma að meðaltali á leiki liðsins á Old Trafford.
Hin íslenska-kanadíska Cloé Eyja Lacasse er í aðalhlutverki í Arsenal liðinu og er komin með fimm mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.