Southampton átti að mæta Preston North End í kvöld í 36. umferð ensku B-deildarinnar. Eftir að hafa ráðfært sig við yfirvöld tóku heimamenn þá ákvörðun að fresta leiknum, enda hefur eldsvoðinn valdið miklum truflunum.
Insane fire in Southampton! #southampton #stmarys @SouthamptonFC pic.twitter.com/DMUJp0R7Un
— Cryptocreate (@hogequeen) March 6, 2024
Þannig var til að mynda götum lokað á meðan að slökkviliðsmenn reyndu að ná tökum á aðstæðum í vöruhúsinu sem logaði.
A huge fire this afternoon next to Southampton s St Mary s Stadium
— The #EFL Zone (@TheFLZone) March 6, 2024
They re due to play Preston tonight
(via @TheStatsSaint)
pic.twitter.com/ZVPQH0ucql
Leikurinn í Southampton var einn af fimm leikjum sem fara áttu fram í kvöld, í ensku B-deildinni.
Southampton er í 4. sæti deildarinnar og á enn möguleika á að komast beint upp í efstu deild og Preston er í 9. sæti, fjórum stigum frá umspilssæti en liðin í 3.-6. sæti spila um síðasta lausa sætið á næstu leiktíð ensku úrvalsdeildarinnar.
„Við erum þakklát fyrir samvinnuna með Preston og EFL [The English Football League], og þó að við skiljum vonbrigðin sem stuðningsmenn gætu fundið þá vonum við að þeir skilji þörfina fyrir að tryggja fyrst og fremst öryggi stuðningsmanna og starfsfólks félaganna,“ sagði í yfirlýsingu frá Southampton.