Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:12 Eric Cantona var frábær á fimm tímabilum með Manchester United. Getty/Anton Want/ Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar. Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar. Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira
Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Sjá meira