Cantona hefði getað spilað fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2024 09:12 Eric Cantona var frábær á fimm tímabilum með Manchester United. Getty/Anton Want/ Graeme Souness var knattspyrnustjóri Liverpool þegar Eric Cantona kom inn í ensku úrvalsdeildina. Það er honum að kenna að Cantona spilaði ekki fyrir Liverpool heldur fór frekar í Leeds. Cantona átti síðan risastóran þátt í velgengni Manchester United á tíunda áratug síðustu aldar. Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar. Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Cantona er elskaður og dáður meðal stuðningsmanna Manchester United og ekki að ástæðulausu enda átti hann fimm mögnuð tímabil hjá félaginu þar sem hann vann sex stóra titla. Souness sagði frá því í viðtali hjá Talksport að honum hafi verið boðið að fá Cantona til Liverpool á sínum tíma. Michel Platini kom á skrifstofuna til hans eftir Evrópuleik Liverpool og franska liðsins Auxerre og sagðist vera með frábæran leikmann fyrir hann. Hér fyrir neðan segir Souness söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=psOSERL4FDY">watch on YouTube</a> Platini sagði að Cantona hefði verið til vandræða í franska fótboltanum en að hann væri frábær leikmaður. Cantona fékk mánaðarbann í Frakklandi fyrir að henda bolta í dómara og það var síðan lengt í tvo mánuði eftir að hinn skapbráði Cantona kallaði alla í aganefndinni hálfvita. Cantona tilkynnti þá að hann væri hættur í fótbolta en Platini, sem var landsliðsþjálfari Frakka á þeim tíma, vildi finna nýtt lið fyrir hann utan Frakklands. Platini sannfærði Cantona um að hætta við að hætta og reyndi að koma honum að í enska boltanum. Souness sagði frá því að hann hefði hafnað því að fá Cantona af því að hann vildi ekki fleiri vandræðagemlinga í klefann hjá Liverpool. Cantona endaði því hjá Leeds og varð enskur meistari á fyrsta ári. Leeds seldi hann óvænt til Manchester United þar sem Cantona vann fjóra meistaratitla á fimm tímabilum. Eina tímabilið sem United vann ekki með hann innanborðs var þegar Cantona var dæmdur í átta mánaða bann fyrir að sparka niður áhorfanda í janúar.
Enski boltinn Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira