Friðarviðræður milli umboðsmanns Verstappens og Horners Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 13:00 Allra augu eru á Christian Horner, liðsstjóra Red Bull, þessa dagana. getty/Kym Illman Umboðsmaður Max Verstappen, heimsmeistarans í Formúlu 1, hitti Christian Horner, liðsstjóra Red Bull, á friðarfundi vegna ástandsins innan herbúða liðsins. Horner er umtalaðasti maðurinn í Formúlu 1 þessa dagana. Eftir innanhúss rannsókn hjá Red Bull var hann hreinsaður af ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð samstarfskonu. Horner hélt ef til vill að hann væri sloppinn fyrir horn en svo var sannarlega ekki því skilaboðum hans og samstarfskonunnar var lekið skömmu fyrir fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Verstappen vann kappaksturinn í Barein á laugardaginn og samherji hans, Sergio Pérez, varð annar. Eftir hann steig faðir Verstappens, Jos, fram og sagði Horner væri ekki stætt að vera lengur í starfi hjá Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og er sundrandi,“ sagði Jos. Hann hafnaði því hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. Til að reyna að bera vopn á klæðin hittust Horner og umboðsmaður Verstappens, Reymond Vermeulen, á eins konar friðarfundi. Hann ku hafa gengið vel en spurningin er hvort það dugi til að lægja öldurnar innan Red Bull. Eftir kappaksturinn í Barein sagðist Horner vera handviss um að hann yrði áfram við stjórnvölinn hjá Red Bull. Hann hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið hóf keppni í Formúlu 1 fyrir nítján árum. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Horner er umtalaðasti maðurinn í Formúlu 1 þessa dagana. Eftir innanhúss rannsókn hjá Red Bull var hann hreinsaður af ásökunum um óviðeigandi hegðun í garð samstarfskonu. Horner hélt ef til vill að hann væri sloppinn fyrir horn en svo var sannarlega ekki því skilaboðum hans og samstarfskonunnar var lekið skömmu fyrir fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. Verstappen vann kappaksturinn í Barein á laugardaginn og samherji hans, Sergio Pérez, varð annar. Eftir hann steig faðir Verstappens, Jos, fram og sagði Horner væri ekki stætt að vera lengur í starfi hjá Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og er sundrandi,“ sagði Jos. Hann hafnaði því hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. Til að reyna að bera vopn á klæðin hittust Horner og umboðsmaður Verstappens, Reymond Vermeulen, á eins konar friðarfundi. Hann ku hafa gengið vel en spurningin er hvort það dugi til að lægja öldurnar innan Red Bull. Eftir kappaksturinn í Barein sagðist Horner vera handviss um að hann yrði áfram við stjórnvölinn hjá Red Bull. Hann hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið hóf keppni í Formúlu 1 fyrir nítján árum. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira