Faðir Verstappens vill losna við Horner Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2024 13:30 Max Verstappen og Christian Horner fagna sigri Red Bull í kappakstrinum í Barein, fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1. getty/Clive Rose Faðir Max Verstappen, heimsmeistara í Formúlu 1, vill losna við Christian Horner sem liðsstjóra Red Bull. Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra. Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Horner hefur verið mikið í fréttum undanfarnar vikur. Hann var til rannsóknar hjá Red Bull vegna óviðeigandi hegðunar í garð samstarfskonu en var hreinsaður af öllum ásökunum á miðvikudaginn. Daginn eftir voru hins vegar skilaboðum hans og samstarfskonunnar lekið til fjölmargra Formúlu 1 fréttamanna. Mál Horners virtist ekki hafa áhrif á Verstappen en hann vann öruggan sigur í fyrstu keppni tímabilsins í Formúlu 1 á laugardaginn. Samherji hans, Sergio Pérez, varð í 2. sæti. Faðir Verstappens, Jos, segir að það gangi ekki til lengdar, að mál Horners sé hangandi yfir Red Bull. „Þetta getur ekki haldið svona áfram. Þessi staða er ekki góð fyrir liðið og sundrandi,“ sagði Jos. Hann þvertók hins vegar fyrir að hann hefði lekið skilaboðunum milli Horners og konunnar. „Af hverju ætti ég að gera það? Max er samningsbundinn Red Bull til 2028, er standa sig frábærlega og líður vel þarna. Ég hef engan áhuga á þessu.“ Jos sagði jafnframt að allt myndi springa í loft upp hjá Red Bull ef Horner héldi áfram í starfi. „Hann leikur fórnarlamb þegar hann er sá sem skapar vandræðin,“ sagði Jos. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull síðan liðið byrjaði að keppa í Formúlu 1 2005. Síðan þá hefur Red Bull sex sinnum orðið heimsmeistari bílasmiða og sjö sinnum heimsmeistari ökuþóra.
Akstursíþróttir Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira