Fótboltinn er að „drepa vöruna sína“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 09:00 Kevin De Bruyne meiddist eftir aðeins hálftíma leik í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrravor. Getty/ Jose Breton Mikið leikjaálag á bestu fótboltamönnum heims er ofarlega í huga framkvæmdastjóra leikmannasamtakanna á Englandi, PFA. Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Umræðan hefur verið lengi í gangi en alltaf finna alþjóðasamböndin leiðir til að bæta við leikjum. Nú er verið að stækka margar keppnir með tilheyrandi auknu álagi. Maheta Molango er framkvæmdastjóri samtaka atvinnumannafótbolta í Englandi og hann varar við afleiðingunum. Speaking at the @FTLive Business of Football Summit, PFA CEO @Maheta_Molango has said that there is a conflict when governing bodies act as both rule makers and competition organisers.#FTLive #FTFootball pic.twitter.com/WmcNzqbYW3— Professional Footballers Association (@PFA) February 28, 2024 Molango nefnir sem dæmi þegar Manchester City leikmaðurinn Kevin de Bruyne fór snemma af velli í úrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor. „Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á að vera okkar Super Bowl. Hann var það ekki af því að einn besti leikmaður heims, De Bruyne, meiddist á 30. mínútu, [Erling] Haaland var útkeyrður og Rodri, einn besti íþróttamaðurinn, var kominn með krampa eftir klukkutímaleik,“ sagði Maheta Molango við BBC. „Að okkar mati þá snýst þetta ekki lengur bara um heilsu leikmanna. Þetta snýst orðið um að við erum að drepa vöruna okkar,“ sagði Molango. Rannsóknir sýna að á þessu tímabili er fimmtán prósent aukning á meiðslum leikmanna. Það er risastórt stökk miðað tímabilin á undan og afleiðingarnar blasa því við. Molango horfir til Bandaríkjanna og þá sérstaklega til NFL-deildarinnar. „Ég var að tala við kollega mína í NFL-deildinni og þeir sögðu að þar spila þeir bara sautján leiki og græða yfir tíu milljarða dollara á hverju ári,“ sagði Molango. Hann vill því meina að það að fjölga leikjum sé ekki endilega rétta leiðin til að auka innkomu úr sportinu. „Því miður eru menn að taka óheppilegar ákvarðanir án þess að taka tillit til leikmannanna sem eru miðpunktur leiksins,“ sagði Molango. It s no longer just about the health of the player, it s about us killing the product, @Maheta_Molango, CEO of @PFA shares his opinion on congested match schedules. #FTFootball pic.twitter.com/rcemZ9HK1y— Financial Times Live (@ftlive) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti