Red Bull hreinsar Horner af öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 17:20 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Formúlu 1 meistara Red Bull, hefur verið hreinsaður af öllum ásökunum samstarfskonu hans um óviðeigandi hegðun. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain. Akstursíþróttir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain.
Akstursíþróttir Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti