Red Bull hreinsar Horner af öllum ásökunum um óviðeigandi hegðun Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 17:20 Christian Horner hefur fagnað ófáum sigrum sem liðsstjóri Red Bull Clive Rose/Getty Images Christian Horner, liðsstjóri Formúlu 1 meistara Red Bull, hefur verið hreinsaður af öllum ásökunum samstarfskonu hans um óviðeigandi hegðun. Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain. Akstursíþróttir Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Horner hefur verið liðsstjóri Red Bull frá því fyrsti bíll þeirra brunaði af stað í Formúlu 1 árið 2005. Hann hafnaði sjálfur alfarið öllum ásökunum. Red Bull gaf það ekki út opinberlega hvað Horner var sakaður um að hafa gert eða sagt, einungis kom fram að samstarfskona ásakaði hann um óviðeigandi hegðun. Upplýsingar sem láku úr herbúðum Red Bull sögðu málið snúast um „stjórnsemi“ og „valdbeitingu“. Fyrirtækið var sagt taka þessum ásökunum konunnar mjög alvarlega. Sjálfstæð rannsókn utanaðkomandi aðila stóð yfir í rúmar þrjár vikur. Horner var yfirheyrður margsinnis, einn daginn í meira en átta klukkutíma. Red Bull greindi svo frá því í dag að rannsókn málsins væri lokið og Horner hefði verið hreinsaður af öllum ásökunum. „Sjálfstæð rannsókn málsins lyktaði svo að Hr. Horner var hreinsaður af öllum ásökunum. Málsækjandi á rétt á áfrýjun. Red Bull er sannfært um að rannsóknin hafi verið sanngjörn og óhlutdræg. Við munum ekki gefa út frekari yfirlýsingar eða upplýsingar um málið“ les í yfirlýsingu Red Bull. Málsækjandi, konan sem ásakar Horner um óviðeigandi hegðun, hefur rétt til að áfrýja niðurstöðu málsins. Hún getur einnig sótt Horner til saka og fært málið fyrir dómstóla, erlendir miðlar hafa greint frá því að hún vilji fara þá leið en allt á það eftir að koma í ljós. Að svo stöddu er Horner laus allra mála og verður á ráslínunni þegar Max Verstappen og Sergio Perez bruna af stað í Red Bull bílum á fyrsta keppnisdegi tímabilsins í Formúlu 1, næsta laugardag í Bahrain.
Akstursíþróttir Mest lesið Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Danir óstöðvandi Handbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti Fleiri fréttir Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira