Gæti valið Albert að nýju: „Verð að treysta leikmanninum“ Sindri Sverrisson skrifar 29. febrúar 2024 08:00 Albert Guðmundsson spilaði síðast fyrir Ísland í júní á síðasta ári, í naumu tapi gegn Portúgal. vísir/Hulda Margrét Albert Guðmundsson getur að óbreyttu á ný spilað fyrir Íslands hönd þegar liðið mætir Ísrael eftir þrjár vikur, í umspili um sæti á EM í fótbolta. Åge Hareide landsliðsþjálfari segir Albert hafa fullan hug á því að snúa aftur í liðið, eftir hálfs árs fjarveru, í kjölfar þess að kynferðisbrotamál gegn honum var látið niður falla. Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“ Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira
Albert var kærður síðasta sumar en eftir rannsókn lögreglu sá héraðssaksóknari ekki ástæðu til ákæru heldur lét málið niður falla í síðustu viku. Brotaþoli í málinu hefur kost á að kæra þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Vegna reglna KSÍ um val á leikmönnum sem grunaðir eru um ofbeldisbrot var Albert ekki gjaldgengur í síðustu sex leikjunum í undankeppni EM síðasta haust en eins og staðan er núna gæti hann mætt Ísrael. „Hann hefur spilað mjög vel á Ítalíu. Við höfum ekki getað valið hann vegna reglna KSÍ en núna hefur lögreglan vísað málinu frá og það þýðir að ég get valið hann. Ég hef rætt við Albert um hans stöðu og hug eftir að hafa ekki mátt spila, og hann vill virkilega spila fyrir Ísland,“ segir Hareide í samtali við Vísi. Engin tilkynning fyrr en skömmu fyrir leik Hareide tilkynnir val sitt á landsliðshópi 15. mars, sex dögum fyrir leikinn við Ísrael, en að óbreyttu verður Albert í þeim hópi. Ísland mætir Ísrael í Búdapest og sigurliðið mætir svo sigurliðinu úr leik Bosníu og Úkraínu, í leik um sæti í lokakeppni EM sem fram fer í Þýskalandi í sumar. Albert Guðmundsson er ofarlega á lista yfir markahæstu menn í efstu deild Ítalíu.Getty/Simone Arveda Albert hefur farið á kostum með liði Genoa í vetur og skorað níu mörk í ítölsku A-deildinni, og gæti því gagnast íslenska liðinu vel í þessu mikilvæga umspili, þar sem í húfi er sæti á stórmóti og 1,4 milljarðar króna. „Hann er góður leikmaður. Þegar hann spilaði síðast, gegn Portúgal og Slóvakíu í júní í fyrra, sérstaklega gegn Portúgal, þá var hann sá íslenski leikmaður sem hljóp mest. Það hefur maður líka séð hjá hans liði í síðustu leikjum. Hann leggur mjög hart að sér fyrir sitt lið. Hann er góður fótboltamaður, og auðvitað getum við nýtt hann í þessum hópi. Sem stendur getum við valið hann en ég vil ekki tilkynna neitt fyrr en að því kemur,“ segir Hareide. „Hefur sagt mér að hann sé saklaus“ Hann segist ekki óttast að mál Alberts og möguleg endurkoma hans geti haft neikvæð áhrif á landsliðshópinn. „Nei, það tel ég ekki. Ég hef átt í stöðugum samskiptum við hann. Hann hefur sagt mér að hann sé saklaus í þessu máli og ég verð að treysta leikmanninum. Ég sá að málinu var vísað frá og þar með get ég valið hann. Ef ekkert kemur upp á þá getur hann verið með.“
Landslið karla í fótbolta Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Fleiri fréttir Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Sjá meira