Þetta eru krakkarnir hans Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2024 09:00 Allir ungu leikmennirnir sem hafa farið í gegnum Liverpool akademíuna stilltu sér upp saman með bikarinn. @LFC Enski deildabikarinn sem Liverpool vann á sunnudaginn verður líklega alltaf minnst fyrir krakkana í Liverpool liðinu sem enduðu leikinn í forföllum allra lykilmannanna sem eru meiddir. Þegar lokaflautið gall á Wembley leikvanginum var meðalaldur leikmanna Liverpool inn á vellinum aðeins 22 ár. Meiðsli hafa gert knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp erfitt fyrir að stilla upp sínu sterkasta liði síðustu vikur en þýski stjórinn hefur getað leitað til ungra leikmanna félagsins. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hann tvítugi Harvey Elliott að spila en hann hefur verið í stóru hlutverki lengi. They may be Klopp's kids, but Liverpool have one of the very best leading them on the pitch in Virgil van Dijk. © pic.twitter.com/zZn591kHfV— 90min (@90min_Football) February 26, 2024 Breska ríkisútvarpið kynnti sér aðeins betur þessa ungu efnilegu leikmenn sem Jürgen Klopp treysti til að klára úrslitaleikinn á Wembley. Bobby Clark er 19 ára miðjumaður og sonur fyrrum úrvalsdeildarleikmanns en faðir hans Lee Clark spilaði með Newcastle, Sunderland og Fulham á sínum tíma. Bobby kom til Liverpool frá Newcastle árið 2021. Clark er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur spilað í mörgum stöðum framarlega á vellinum. Clark spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í 9-0 sigri á Bournemouth í ágúst 2022 og hefur aðeins fengið að koma inn á í leikjum á þessu tímabili. Conor Bradley er tuttugu ára hægri bakvörður sem hafði þegar slegið í gegn í forföllum Trent Alexander-Arnold í janúar. Hann er Norður-Íri sem kom til Liverpool árið 2021. Liverpool lánaði hann til Bolton í fyrravetur og hann var kosinn besti leikmaður félagsins á síðustu leiktíð. Í vetur hefur hann stimplað sig inn í aðallið Liverpool. Bradley skoraði sitt fyrsta deildarmark í 4-1 sigri á Chelsea og er með eitt mark og fimm stoðsendingar í tólf leikjum með Liverpool. Hann missti af leikjum á móti Arsenal og Burnley eftir að hafa misst föður sinn. Jayden Danns er átján ára framherji sem hefur verið hjá Liverpool alla tíð. Hann getur fetað í fótspor manna eins og Alexander-Arnold og Curtis Jones sem eru einnig Scouserar í gegn. Danns getur spilað á miðjunni eða í framlínunni. Hann lagði upp mark fyrir Harvey Elliott í sigri á móti Luton á dögunum. Hann er sonur fyrrum fótboltamanns og er yngstur af þeim sem komu við sögu í úrslitaleiknum. James McConnell er nítján ára miðjumaður sem kom til Liverpool frá Sunderland árið 2019. Hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liðinu aðeins sextán ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði 21 árs liðs félagsins. Hann fékk að spila fyrr í vetur á móti Brentford, Toulouse og Union SG og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í bikarleik á móti Norwich. Hann byrjaði hjá félaginu sem sóknarmiðjumaður en spilar nú sem sexa eða inn á miðri miðjunni. An Academy full of character pic.twitter.com/Hfd8a7hyxs— Liverpool FC (@LFC) February 25, 2024 Jarell Quansah er 21 árs gamall miðvörður. Hann hefur verið í akademíu Liverpool síðan hann var átta ára gamall. Hann var fyrirliði átján ára liðsins. Liverpool lánaði hann til Bristol Rovers á síðasta tímabili en hefur spilað talsvert með Liverpool á þessu tímabili. Hann hefur alls spilað tuttugu leiki og komið sterkur inn í meiðslum Joel Matip. Harvey Elliott er tvítugur og telst varla til þessa hóps nema kannski fyrir aldurinn. Hann hefur verið í flottu hlutverki hjá liðinu undanfarin tvö ár og hefur spilað yfir 80 leiki fyrir aðallið Liverpool þrátt fyrir ungan aldur. Elliott var stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri en byrjaði að æfa hjá Queens Park Rangers og færði sig svo yfir til Fulham. Liverpool keypti hann frá Fulham sumarið 2019. Hann kom næstum því ekkert við sögu 2019-20 tímabilið og leiktíðina á eftir var hann lánaður til Blackburn Rovers þar sem hann stóð sig mjög vel í b-deildinni. Síðustu tvö tímabil hefur Elliott aftur á móti verið að spila talsvert með aðalliði Liverpool. "The most special trophy I have ever won" Jurgen Klopp gave a very emotional interview after his #CarabaoCup win over Chelsea #BBCFootball #CHELIV pic.twitter.com/HG86aAcvPW— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2024 Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Þegar lokaflautið gall á Wembley leikvanginum var meðalaldur leikmanna Liverpool inn á vellinum aðeins 22 ár. Meiðsli hafa gert knattspyrnustjóranum Jürgen Klopp erfitt fyrir að stilla upp sínu sterkasta liði síðustu vikur en þýski stjórinn hefur getað leitað til ungra leikmanna félagsins. Hinn tvítugi Conor Bradley byrjaði leikinn en í framlengingunni komu Bobby Clark (19 ára), Jayden Danns (18), James McConnell (19) og Jarell Quansah (21) allir inn á sem varamenn. Þá var hann tvítugi Harvey Elliott að spila en hann hefur verið í stóru hlutverki lengi. They may be Klopp's kids, but Liverpool have one of the very best leading them on the pitch in Virgil van Dijk. © pic.twitter.com/zZn591kHfV— 90min (@90min_Football) February 26, 2024 Breska ríkisútvarpið kynnti sér aðeins betur þessa ungu efnilegu leikmenn sem Jürgen Klopp treysti til að klára úrslitaleikinn á Wembley. Bobby Clark er 19 ára miðjumaður og sonur fyrrum úrvalsdeildarleikmanns en faðir hans Lee Clark spilaði með Newcastle, Sunderland og Fulham á sínum tíma. Bobby kom til Liverpool frá Newcastle árið 2021. Clark er sóknarsinnaður miðjumaður sem getur spilað í mörgum stöðum framarlega á vellinum. Clark spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í 9-0 sigri á Bournemouth í ágúst 2022 og hefur aðeins fengið að koma inn á í leikjum á þessu tímabili. Conor Bradley er tuttugu ára hægri bakvörður sem hafði þegar slegið í gegn í forföllum Trent Alexander-Arnold í janúar. Hann er Norður-Íri sem kom til Liverpool árið 2021. Liverpool lánaði hann til Bolton í fyrravetur og hann var kosinn besti leikmaður félagsins á síðustu leiktíð. Í vetur hefur hann stimplað sig inn í aðallið Liverpool. Bradley skoraði sitt fyrsta deildarmark í 4-1 sigri á Chelsea og er með eitt mark og fimm stoðsendingar í tólf leikjum með Liverpool. Hann missti af leikjum á móti Arsenal og Burnley eftir að hafa misst föður sinn. Jayden Danns er átján ára framherji sem hefur verið hjá Liverpool alla tíð. Hann getur fetað í fótspor manna eins og Alexander-Arnold og Curtis Jones sem eru einnig Scouserar í gegn. Danns getur spilað á miðjunni eða í framlínunni. Hann lagði upp mark fyrir Harvey Elliott í sigri á móti Luton á dögunum. Hann er sonur fyrrum fótboltamanns og er yngstur af þeim sem komu við sögu í úrslitaleiknum. James McConnell er nítján ára miðjumaður sem kom til Liverpool frá Sunderland árið 2019. Hann lék sinn fyrsta leik með átján ára liðinu aðeins sextán ára gamall. Hann hefur verið fyrirliði 21 árs liðs félagsins. Hann fékk að spila fyrr í vetur á móti Brentford, Toulouse og Union SG og var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu í bikarleik á móti Norwich. Hann byrjaði hjá félaginu sem sóknarmiðjumaður en spilar nú sem sexa eða inn á miðri miðjunni. An Academy full of character pic.twitter.com/Hfd8a7hyxs— Liverpool FC (@LFC) February 25, 2024 Jarell Quansah er 21 árs gamall miðvörður. Hann hefur verið í akademíu Liverpool síðan hann var átta ára gamall. Hann var fyrirliði átján ára liðsins. Liverpool lánaði hann til Bristol Rovers á síðasta tímabili en hefur spilað talsvert með Liverpool á þessu tímabili. Hann hefur alls spilað tuttugu leiki og komið sterkur inn í meiðslum Joel Matip. Harvey Elliott er tvítugur og telst varla til þessa hóps nema kannski fyrir aldurinn. Hann hefur verið í flottu hlutverki hjá liðinu undanfarin tvö ár og hefur spilað yfir 80 leiki fyrir aðallið Liverpool þrátt fyrir ungan aldur. Elliott var stuðningsmaður Liverpool frá unga aldri en byrjaði að æfa hjá Queens Park Rangers og færði sig svo yfir til Fulham. Liverpool keypti hann frá Fulham sumarið 2019. Hann kom næstum því ekkert við sögu 2019-20 tímabilið og leiktíðina á eftir var hann lánaður til Blackburn Rovers þar sem hann stóð sig mjög vel í b-deildinni. Síðustu tvö tímabil hefur Elliott aftur á móti verið að spila talsvert með aðalliði Liverpool. "The most special trophy I have ever won" Jurgen Klopp gave a very emotional interview after his #CarabaoCup win over Chelsea #BBCFootball #CHELIV pic.twitter.com/HG86aAcvPW— BBC Sport (@BBCSport) February 26, 2024
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira