Ætlar að henda Manchester City og Liverpool af stallinum Smári Jökull Jónsson skrifar 21. febrúar 2024 17:46 Jim Ratcliffe hefur sett sér háleit markmið sem einn af eigendum Manchester United. Vísir/Getty Jim Ratcliffe er formlega orðinn einn af eigendum Manchester United eftir að kaup hans á 27,7% hlut í félaginu voru samþykkt. Hann mun sjá um daglegan rekstur á öllu knattspyrnutengdu í félaginu og ætlar sér að skáka Manchester City og Liverpool. Kaup Ratcliffe hafa verið í deiglunni síðustu vikurnar en lengi vel leit út fyrir að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani myndi kaupa öll hlutabréf Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Félagið INEOS sem er í eigu Ratcliffe mun nú taka yfir allan knattspyrnutengdan rekstur United og Ratcliffe er staðráðinn í að skáka Manchester City og Liverpool sem hafa verið sterkustu liðin á Englandi síðustu árin. Hann biðlar þó til stuðningsmanna United að vera þolinmóðir. „Við þurfum að læra af háværu nágrönnunum og hinum nágrannanum okkar. Þeir eru óvinurinn í lok dagsins,“ sagði Ratcliffe í viðtali þegar kaupin voru gengin í gegn. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe og bætti við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en þeir eru samt óvinurinn.“ Hann segir þó að breytingarnar hjá Manchester United muni ekki gerast á einni nóttu. Það muni taka hann tvö til þrjú tímabil að koma félaginu á þann stað sem hann vill sjá það á. „Það þarf að biðja stuðningsmenn um þolinmæði. Ég veit að heimurinn í dag vill fá árangur strax en það virkar ekki þannig í fótboltanum. Þetta er ekki tíu ára plan því þá myndu stuðninsmennirnir missa þolinmæðina. En þetta er svo sannarlega þriggja ára plan að ná þangað.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira
Kaup Ratcliffe hafa verið í deiglunni síðustu vikurnar en lengi vel leit út fyrir að Sjeik Jassim Bin Hamad Al Thani myndi kaupa öll hlutabréf Manchester United af Glazer-fjölskyldunni. Félagið INEOS sem er í eigu Ratcliffe mun nú taka yfir allan knattspyrnutengdan rekstur United og Ratcliffe er staðráðinn í að skáka Manchester City og Liverpool sem hafa verið sterkustu liðin á Englandi síðustu árin. Hann biðlar þó til stuðningsmanna United að vera þolinmóðir. „Við þurfum að læra af háværu nágrönnunum og hinum nágrannanum okkar. Þeir eru óvinurinn í lok dagsins,“ sagði Ratcliffe í viðtali þegar kaupin voru gengin í gegn. „Ég vil ekkert frekar en að henda þeim báðum af stallinum. Við erum þrjú félög í norðri sem erum mjög nálægt hvert öðru. Þau hafa verið á góðum stað í nokkurn tíma og við getum lært af þeim. Þeir eru með gott skipulag, gott fólk innan sinna raða og þar ríkir gott og kappsfullt andrúmsloft,“ sagði Ratcliffe og bætti við: „Ég ber mikla virðingu fyrir þeim en þeir eru samt óvinurinn.“ Hann segir þó að breytingarnar hjá Manchester United muni ekki gerast á einni nóttu. Það muni taka hann tvö til þrjú tímabil að koma félaginu á þann stað sem hann vill sjá það á. „Það þarf að biðja stuðningsmenn um þolinmæði. Ég veit að heimurinn í dag vill fá árangur strax en það virkar ekki þannig í fótboltanum. Þetta er ekki tíu ára plan því þá myndu stuðninsmennirnir missa þolinmæðina. En þetta er svo sannarlega þriggja ára plan að ná þangað.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Handbolti „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Íslenski boltinn Willum býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Lýsir því af hverju fóturinn var tekinn af Körfubolti Segir einhverfu og ADHD hafa hjálpað sér á toppinn Fótbolti Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Enski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Slegist um úrslitaleik Körfubolti Hjörvar valdi uppáhalds seríurnar sínar Körfubolti Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Enski boltinn Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Sjá meira