Kristinn segir málið upp á líf og dauða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 18:36 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, fyrir utan dómsalinn í dag. Fjöldi fólks safnaðist þar saman til þess að sýna Julian Assange stuðning. vísir Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn. Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Assange fer fram á heimild til áfrýjunar á úrskurði um framsal til Bandaríkjanna þar sem hann á yfir höfði sér þungan dóm. Verði kröfunni hafnað hefur Assange tæmt allar mögulegar leiðir innan breska dómskerfisins. Fari svo verður þess freistað að kæra niðurstöðuna til Mannréttindadómstóls Evrópu en Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks segir það veika von. Bæði sé erfitt að koma málinu að og einnig gætu Bretar hundsað möguleg tilmæli um að hinkra með framsalið. Lögmenn Assange kynntu röksemdir hans fyrir réttinum í dag og á morgun koma lögmenn bandarískra stjórnvalda fyrir réttinn. Fyrir utan Royal Court of Justice í Lundúnum í dag.vísir/AP Kristinn óttast að niðurstaðan verði Assange ekki í hag og segir málið upp á líf og dauða. „Það er engin spurning um að svo sé og það er í sjálfu sér það læknisfræðilega mat sem hefur verið sett fram hér að það sé mikil hætta, sjálfsvígshætta, ef hann verður settur í fangaflug og þarf að sæta einangrun bæði fram að réttarhöldum og eftir réttarhöldin. Því að einangrunarvist er nokkuð vís þegar kemur að Julian í bandarísku fangelsi,“ sagði Kristinn þegar hann ræddi við fréttastofu fyrir utan dómshúsið eftir að málið var tekið fyrir í dag. „Það að eiga yfir höfði sér 175 ára fangelsi í Bandaríkjunum er svo í sjálfu sér dauðarefsing og það mun þýða það að hann mun bera beinin í bandarísku fangelsi. Svo þetta er upp á líf og dauða. Og ekki bara fyrir Julian Assange heldur líka fyrir blaðamennsku því með þessu yrði sett alvarlegt fordæmi sem aðrir blaðamenn í heiminum þyrftu mögulega að gjalda fyrir. Því hann er fyrsti blaðamaðurinn sem hefur verið ákærður á grundvelli njósnalöggjafarinnar en alveg örugglega ekki sá síðasti.“ Stella Assange, eiginkona Julians Assange, ávarpaði stuðningsmenn í dag.vísir/ap Stærstu mótmælin hingað til Kristinn segir mótmælin fyrir utan dómsalinn í dag hafa verið þau stærstu frá því að slagurinn hófst og bendir á að breskir og evrópskir þingmenn auk fulltrúa frá mannréttindasamtökum hafi verið með ávörp. „Það er gríðarlegur og vaxandi stuðningur og vitund um það hversu alvarlegt þetta mál er þegar litið er til undirliggjandi forsendna, því þetta snýst ekki um líf eins manns, þetta snýst um framtíð blaðamennskunnar og það er eitthvað sem allir hafa viðurkennt sem hafa litið alvarlega á málið,“ segir Kristinn.
Mál Julians Assange Bretland Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira